Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2012 | 08:00

GKS: Björg Traustadóttir sigraði í Opna kvennamóti Siglósport

Nú á laugardaginn s.l. 7. júlí var í fyrsta skipti haldið Opið kvennamót á Hólsvelli á Siglufirði og tókst það í alla staði vel og vonandi að mótið verði árviss atburður.  Þátttakendur voru 12 og var leikformið punktakeppni með forgjöf.  Það var Björg Traustadóttir úr Golfklúbbi Ólafsfjarðar, sem bar sigur úr býtum á 36 punktum.  Í 2.-3. sæti urðu Jóhanna Þorleifsdóttir úr Golfklúbbi Siglufjarðar og Unnur Elva Hallsdóttir, Golfklúbbi Akureyrar, á 32 punktum. Úrslit í mótinu voru eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 1 Björg Traustadóttir GÓ 13 F 20 16 36 36 36 2 Jóhanna Þorleifsdóttir GKS 27 F 18 14 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2012 | 07:00

Keegan Bradley ólst upp í húsbílagarði

Í viðtali í ágúst blaði Golf Magazine talar Keegan Bradley um fátækleg uppvaxtarár sín í húsbílagarði í Massachusetts, með pabba sínum, Mark. „Þetta var bara svolítið eins og úr kvikmynd. Pabbi er 1,92 m hár og hærri en ég og við bjuggum í þessum húsbíl með kojum,“ segir Bradeley m.a. í viðtalinu við Golf Magazine. Hann svaf í lægri kojunni. Ég svaf á eldhúsborðinu, en það var borð sem hægt var að draga niður og var með dýnu; það var rúmið mitt.“ Bradley skaust upp á golffrægðarhimininn 2011 þegar hann vann PGA Championship sem nýliði á PGA og leið hans á Túrinn var óvenjuleg. Hann fæddist í Vermont þar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2012 | 18:15

EPD: Þórður Rafn spilaði á 71 höggi á Bayreuth Open í Þýskalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR og Stefán Már Stefánsson, GR, taka báðir þátt í Bayreuth Open, sem fram fer í Bayreuth í Þýskalandi. Mótið er hluti af þýsku EPD mótaröðinni. Um 113  þátttakendur er í mótinu. Eftir 1. dag er staðan sú að Þórður Rafn er búinn að spila á 1 undir pari, 71 glæsihöggi. Á hringnum fékk Þórður Rafn 5 fugla, 2 skolla og 1 skramba.  Hann deilir 18. sæti eftir 1. dag Stefán Már er á 2 yfir þ.e. 74 höggum. Hann fékk 3 fugla og 5 skolla og deilir 49. sætinu í mótinu.  Í efsta sæti eftir 1. dag er Þjóðverjinn Sebastian Heisele.  Golf 1 óskar þeim Stefáni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2012 | 18:00

Golfklúbbur Hellu í 60 ár – sögur og fleyg orð (9. hluti af 12) – tekið saman af Ólafi Stolzenwald

Hér í kvöld verður framhadið með skemmtisögur úr 60 ára sögu Golfklúbbs Hellu, tekið saman af Ólafi Stolzenwald: Rjúpnaveiðar á 6. Holu: Nýjasta sagan okkur er sú að haustið 2011 hringdi kylfingur á 7. Braut í neyðarlínuna,  því þjóðþekktur kylfingur var að skjóta á rjúpur nálægt hans holli eða á brautinni á undan.  Lögreglan tók þessu fáglega í fyrstu en áttaði sig síðar þetta væri helber lögleysa og kærði viðkomandi.  Gárungar fljótir til og nefndu að viðkomandi hefði einnig átt að fá frávísun, því haglabyssan var fimmtánda kylfan í pokanum…..! Jónsmessan eftirminnilega:  Minnisstæð er greinarhöfundi,  Jónsmessukeppni sem haldin var rétt um 1990 og mótanefnd með Alla Kjartans í broddi fylkingar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2012 | 17:30

Tilboði Phil Mickelson í Padres tekið

Helgin hjá Phil Mickelson var alls ekki slæm. Hann slakaði bara á heima, eftir að hafa ekki náð niðurskurði á Greenbrier Classic, var þess í stað boðið á Opna skoska, sem hann þáði og síðan var tilboði hans í Padres, hafnarboltaliðið, sem hann hélt með þegar hann var lítill tekið. Tilboði Mickelson Group í Padres, þar sem Dodgers eigandinn fyrrverandi Peter O´Malley er fremstur í flokki var tekið s.l. laugardag. Kaupverðið á liðinu er sagt vera $800 milljónir. Hversu stór hlutur Mickelsons í samningnum er fylgir ekki sögunni. En Padres er sigursælt lið hefir 5 sinnum sigrað í 43 ára sögu sinni. Frábært hjá Phil að kaupa liðið sem hann hélt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2012 | 17:17

Lydía Ko ánægð þrátt fyrir slakan endi á 1. US Open risamótinu hennar

Hin 15 ára Lydía Ko frá Nýja-Sjálandi, yngsti kylfingur til að hafa sigrað á atvinnumannamóti (hvort heldur karla eða kvenna) tók þátt í fyrsta risamóti sínu nú um helgina …. US Women´s Open…. og náði markmiði nr. 1: að komast í gegnum niðurskurð. Hins vegar var endirinn fremur slakur: Hún var 3 undir pari á lokahringnum, þegar hún fór á 16. teig en fékk slæman skramba á þá par-5 holu, en þetta var önnur 7-an hennar á þessari holu í mótinu. Síðan kom skolli á par-3 17-holunni og þrefaldur skolli á par-4, 18. holunni (7 högg), Kemur fyrir bestu kylfinga!!!!…. og þar að auki eru lokaholurnar á Blackwolf Run golfvellinum í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2012 | 16:45

GSS: Árný Lilja og Arnar Geir klúbbmeistarar Golfklúbbs Sauðárkróks 2012

Það eru Arnar Geir Hjartarson og Árný Lilja Árnadóttir sem eru klúbbmeistarar GSS 2012. Arnar Geir spilaði hringina 4 á Hlíðarendavelli á 8 yfir pari, samtals 321 höggi (79 82 80 80) og átti 6 högg á næsta mann, sem varð í 2. sæti Jóhann Örn Bjarkason.  Árný Lilja Árnadóttir varði klúbbmeistaratitil sinn frá því í fyrra sigraði í meistaraflokki kvenna á samtals 339 höggum (84 86 82 87). Hún átti 7 högg á þá sem varð í 2. sæti Sigríði Elínu Þórðardóttur, sigurvegara kvennamóts GSS 2012.  Einn af afmæliskylfingum dagsins Dagbjört Rós Hermundsdóttir varð í 5. sæti!!! Alls tóku 33 þátt í Meistaramóti GSS 2012, auk sérstaks barna- og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2012 | 15:45

GHD: Birta Dís og Sigurður Ingvi klúbbmeistarar Golfklúbbsins Hamars á Dalvík (GHD) 2012

Það eru Sigurður Ingvi Rögnvaldsson og Birta Dís Jónsdóttir sem eru klúbbmeistarar Golfklúbbsins Hamars á Dalvík 2012. Bæði eru þau í Norðurlandsúrvali landsliðsþjálfara, Úlfars Jónssonar. Sigurður Ingvi spilaði hringina 4 á Arnarholtsvelli á  samtals 2 undir pari, samtals 278 höggum (68 69 71 70) og átti 23 högg á næsta mann, Andra Geir Viðarsson, sem varð í 2. sæti. Birta Dís varð klúbbmeistari GHD 2012  á samtals 335 höggum (91 81 82 81). Keppnin var aðeins meira spennandi í meistaraflokki kvenna en aðeins 1 höggi munaði á Birtu Dís og Þórdísi Rögnvaldsdóttur, sem varð í 2. sæti.  Fyrsta flokk kvenna sigraði Indíana Auður Ólafsdóttir, á glæsiskori! Þátttakendur í Meistaramóti GHD Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2012 | 15:10

GKM: Hákon Fannar Ellertsson er klúbbmeistari Golfklúbbs Mývatnssveitar 2012

Það er Hákon Fannar Ellertsson sem er klúbbmeistari GKM 2012. Meistaramót GKM fór fram nú á laugardag og sunnudag 7. og 8. júlí 2012. Að þessu sinni voru 6 sem tóku þátt.  Spilaðir voru 2 hringir. Hákon Ellert lauk keppni á samtals 50 yfir pari, samtals 182 hggum (96 86) og átti 15 högg á þann sem varð í 2. sæti Guðjón Vésteinsson.  Hér má sjá úrslit í Meistaramóti GKM 2012 í heild: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 Alls Mismunur 1 Hákon Fannar Ellertsson GKM 15 F 43 43 86 20 96 86 182 50 2 Guðjón Vésteinsson GKM 24 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2012 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn Þór Guðmundsson – 9. júlí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Kristinn Þór Guðmundsson. Kristinn Þór er fæddur 9. júlí 1972 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Fyrir utan golfið er Kristinn mikill veiðimaður. Systkini Kristins Þór eru Olga og Erlendur og hann á tvo syni: Hinrik Geir og Christian Marel. Komast má á facebok síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Kristinn Þór Guðmundsson (40 ára!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Richard Finch, 9. júlí 1977 (35 ára)   …. og ….. Dagbjört Rós Hermundsdóttir (33 ára) Heiðrún Jónsdóttir (43 ára) Asinn Sportbar (35 ára) Hafliði Kristjánsson (42 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag Lesa meira