Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2012 | 18:00

Golfklúbbur Hellu í 60 ár – sögur og fleyg orð (9. hluti af 12) – tekið saman af Ólafi Stolzenwald

Hér í kvöld verður framhadið með skemmtisögur úr 60 ára sögu Golfklúbbs Hellu, tekið saman af Ólafi Stolzenwald:

Rjúpnaveiðar á 6. Holu: Nýjasta sagan okkur er sú að haustið 2011 hringdi kylfingur á 7. Braut í neyðarlínuna,  því þjóðþekktur kylfingur var að skjóta á rjúpur nálægt hans holli eða á brautinni á undan.  Lögreglan tók þessu fáglega í fyrstu en áttaði sig síðar þetta væri helber lögleysa og kærði viðkomandi.  Gárungar fljótir til og nefndu að viðkomandi hefði einnig átt að fá frávísun, því haglabyssan var fimmtánda kylfan í pokanum…..!

Jónsmessan eftirminnilega:  Minnisstæð er greinarhöfundi,  Jónsmessukeppni sem haldin var rétt um 1990 og mótanefnd með Alla Kjartans í broddi fylkingar ákváðu að gera vel fyrir félagann.    Snærisleikur sem er löng hefð fyrir var látin víkja fyrir mjög svo óvenjulegum þrautum, sem kylfingar þurftu að leysa á vellinum.   Lagt var í hann um sjöleytið og vel gekk í fyrstu.   Skipuleggjendur mótsins reiknuðu þó ekki jafnvel út hversu kylfingar yrðu fljótir að leysa þrautirnar og birgðastaða áfengis ekki könnuð.   Á fyrstu holu var meðal annars slegið með sérútbúinni tveggja metra kylfu og það tók þó nokkra um fimmtán mínútur að komast af stað.  Á fimmtándu holu áttu kylfingar meðal annars að spila eitt lag á harmóníku, hvort sem þeir kunnu það eða ekki, og í loðnum hól lág full flaska af Gammel Dansk, ásamt bjórkassa sem átti að skoða betur eftir spilamennskuna.   Allar þessar þrautir og pelasúp urðu nokkrum kylfingum ofviða og all nokkrir komust ekki í mark.   Enda kominn rauða nótt og skemmtileg swingandi hjólför golfkerranna teiknaði flottar línur í döggina.

Japönsk fjárfesting í Strandarvelli:  Á aðalfundi GHR um 1990 kom beiðni inná fundinn með milligöngu Íslendings, sem sagðist vera umboðsmaður japanskra fjárfesta sem vildu kaupa Strandarvöll.  Þetta oll mikilli kátínu hjá fundargestum og líkalega var Japönum aldrei svarað formlega.