Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2012 | 08:00

GKS: Björg Traustadóttir sigraði í Opna kvennamóti Siglósport

Nú á laugardaginn s.l. 7. júlí var í fyrsta skipti haldið Opið kvennamót á Hólsvelli á Siglufirði og tókst það í alla staði vel og vonandi að mótið verði árviss atburður.  Þátttakendur voru 12 og var leikformið punktakeppni með forgjöf.  Það var Björg Traustadóttir úr Golfklúbbi Ólafsfjarðar, sem bar sigur úr býtum á 36 punktum.  Í 2.-3. sæti urðu Jóhanna Þorleifsdóttir úr Golfklúbbi Siglufjarðar og Unnur Elva Hallsdóttir, Golfklúbbi Akureyrar, á 32 punktum.

Úrslit í mótinu voru eftirfarandi:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
1 Björg Traustadóttir 13 F 20 16 36 36 36
2 Jóhanna Þorleifsdóttir GKS 27 F 18 14 32 32 32
3 Unnur Elva Hallsdóttir GA 15 F 18 14 32 32 32
4 Ólína Þórey Guðjónsdóttir GKS 24 F 12 17 29 29 29
5 Sigríður Guðmundsdóttir 31 F 14 15 29 29 29
6 Hulda Guðveig Magnúsardóttir GKS 17 F 17 12 29 29 29
7 Rósa Jónsdóttir 23 F 13 15 28 28 28
8 Hulda Björk Guðjónsdóttir GK 29 F 14 14 28 28 28
9 Kristín Inga Þrastardóttir GKS 20 F 15 11 26 26 26
10 Jósefína Benediktsdóttir GKS 19 F 12 13 25 25 25
11 Marnhild Hilma Kambsenni GSE 32 F 8 14 22 22 22
12 Jensína ValdimarsdóttirForföll GL 0