Þórður Rafn Gissurarson, GR. Photo: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2012 | 18:15

EPD: Þórður Rafn spilaði á 71 höggi á Bayreuth Open í Þýskalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR og Stefán Már Stefánsson, GR, taka báðir þátt í Bayreuth Open, sem fram fer í Bayreuth í Þýskalandi. Mótið er hluti af þýsku EPD mótaröðinni. Um 113  þátttakendur er í mótinu.

Eftir 1. dag er staðan sú að Þórður Rafn er búinn að spila á 1 undir pari, 71 glæsihöggi. Á hringnum fékk Þórður Rafn 5 fugla, 2 skolla og 1 skramba.  Hann deilir 18. sæti eftir 1. dag

Stefán Már er á 2 yfir þ.e. 74 höggum. Hann fékk 3 fugla og 5 skolla og deilir 49. sætinu í mótinu.  Í efsta sæti eftir 1. dag er Þjóðverjinn Sebastian Heisele. 

Golf 1 óskar þeim Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun!

Stöðuna eftir 1 dag Bayreuth Open má sjá með því að SMELLA HÉR: