Frá Háagerðisvelli á Skagaströnd – uppáhaldsgolfvelli Axels. Myndin er tekin í janúar 2010. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2012 | 08:45

GSK: Dagný Marín og Ingibergur klúbbmeistarar Golfklúbbs Skagastrandar 2012

Þann 4. og 5. júlí s.l. fór fram Meistaramóti Golfklúbbs Skagastrandar.  Þátttakendur voru 7 og voru spilaðir 2 hringir. Klúbbmeistarar GSK 2012 eru Ingibergur Guðmundsson og Dagný Marín Sigmarsdóttir.

Dagný Marín Sigmarsdóttir. Mynd: Í einkaeigu.

Ingibergur spilaði Háagerðisvöll á samtals 171 höggi (83 88) en Dagný Marín var á 201 höggi (102 99).

Úrslit í mótinu voru eftirfarandi: 

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 Alls Mismunur
1 Ingibergur Guðmundsson GSK 12 F 41 47 88 16 83 88 171 27
2 Adolf Hjörvar Berndsen GSK 13 F 39 44 83 11 90 83 173 29
3 Skúli Tómas Hjartarson GSK 25 F 50 50 100 28 93 100 193 49
4 Hjördís Sigurðardóttir GSK 36 F 64 60 124 52 124 124 52
5 Dagný Marín Sigmarsdóttir GSK 23 F 52 47 99 27 102 99 201 57
6 Guðrún Pálsdóttir GSK 32 F 56 55 111 39 105 111 216 72
7 Lárus Ægir Guðmundsson GSK 24 F 48 67 115 43 103 115 218 74