Lee Westwood
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2012 | 07:00

Lee Westwood nógu hress til að taka þátt í Opna breska

Lee Westwood meiddist á hné og nára þegar hann hrasaði á leið á 1. teig á 3. hring Alstom Open de France í síðustu viku.  Hann spilaði 3. hring á 76 höggum og var ekki að keppa til úrslita í því móti.

Nokkrar vangaveltur hafa verið um hvort Westwood sé nógu hress til að taka þátt í Opna breska, sem hefst á Royal Lytham golfvellinum í næstu viku.

Westwood fullyrðir að hann verði kominn í fínt form, en hann ætlar að hvíla og tekur því ekki þátt í Opna skoska, sem hefst á morgun.

„Meiðslin virðast á undanhaldi, ég hef spilað mig í gegnum þau og það ætti að vera í lagi með mig fyrir Opna breska í næstu viku“ sagði Lee Westwood m.a. í stuttu viðtali við Sky Sports.

Hér má  sjá viðtal Sky Sports við Lee Westwood um meiðsl hans í heild  SMELLIÐ HÉR: