Sunna Víðisdóttir, GR on Korpúlfsstaða golfcourse, when she became Icelandic Junior Champion in Stroke Play 2012. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2012 | 20:45

Sunna Víðisdóttir í 14. sæti á EM Í Þýskalandi

Í dag hófst á St. Leon Rot golfvellinum Evrópumót stúlkna. Sex íslenskar stúlkur taka þátt: Anna Sólveig Snorradóttir, GK; Guðrún Brá Björgvinsdóttir,  GK; Guðrún Pétursdóttir, GR; Högna Knútsdóttir, GK; Sunna Víðisdóttir, GR og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG. Þátttakendur eru 120 frá 20 þjóðlöndum.

Sú sem búin er að standa sig best af íslensku stúlkunum er Sunna Víðisdóttir, GR, en hún er í 13. sæti, sem er frábær árangur! Sunna spilaði 1. hringinn í mótinu á 1 undir pari, 71 höggi.

Í liðakeppninni er Ísland í 18. sæti en 5 bestu skor af 6 telja hjá hverju liði og verða 5 hringir spilaðir.

Í efsta sæti bæði í einstaklings- og liðakeppni eru Englendingar, efst af stúlkunum í dag var Elizabeth Mallett en hún spilaði á 64 höggum þ.e. 8 undir pari.

Sjá má stöðuna á Evrópumóti stúlkna eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: