Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2012 | 17:45

EPD: Stefán Már spilaði á 69 höggum á 2. degi Bayreuth Open

Stefán Már Stefánsson, GR, átti glæsihring á Bayreuth Open í dag.  Hann spilaði á 3 undir pari, 69 höggum. Í gær var Stefán Már á 74 höggum og er því samtals á 143 höggum eða 1 undir pari samtals eftir 2 daga.  Stefán Már er sem stendur í 26. sæti.

Þórður Rafn Gissurarson er búinn að spila á 145 höggum samtals (71 74)  þ.e. 1 yfir pari og er í 38. sæti.

Báðir náðu þeir Þórður Rafn og Stefán Már í gegnum niðurskurð, sem miðaður var 2 yfir pari.

Golf 1 óskar þeim Þórði Rafn og Stefáni Má góðs gengis á morgun!

Sjá má stöðuna eftir 2. dag Bayreuth Open með því að  SMELLA HÉR