Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2012 | 18:00

Golfklúbbur Hellu í 60 ár – sögur og fleyg orð (10. hluti af 12) – tekið saman af Ólafi Stolzenwald

Mikill vilji til að vera í fyrsta flokks maður:  Vert að segja frá hvað menn geta verið duglegir að reyna fá forgjöfina niður og metnaður mikill í þessu tilfelli.  Rétt fyrir meistaramót á níunda áratugnum var félagi í GHR, Tómas nokkur Baldvinsson.  Hann gat ekki unað sér það að vera i 2. flokki í meistaramóti og dreymdi um að fá að spila með fyrsta flokks mönnum.   Nú skildi spila til forgjafar og dagurinn fyrir mót var eini möguleikinn, þannig að Tommi byrjaði seinni part dags að spila til forgjafar og lítið gekk eftir 36 holur en eftir 54 holur fékk hann loks góðan hring og komst niður í fyrsta flokk og sólin að setjast.  Daginn eftir byrjaði síðan 72 holu meistarmótið og þreytan fór strax að síga vel í.  Útkoman úr fyrsta degi var ekki góð enda búinn að spila eitt meistaramót á sólarhring ……..

Sagan úr Önundarskógi :  Sr. Önundur var í holli með nokkrum félögum GHR í Meistaramóti, sennilega 2009. Eftir upphafshöggið á þriðju holu  fanst ekki bolti prestsins,  þrátt fyrir að stefnan væri klár. Eftir nokkur vel valin orð, ákvað presturinn að labba til baka, en þá fundu félagar hans boltann upp í einmana tré hægra megin við braut og alveg magnað að slíkt gæti gerst. Þá kom þessi limra:

Presturinn mætti í mótið,

með allt sitt heilaga dótið.

Hvað er að ske !

Bolti uppí tré.

Heyriði helvítis blótið.

Málsháttur GHR: ,,Hól in one‘‘  þessi setning hefur oft hljómað á Strandarvelli þegar kylfingur slær upphafshögg sitt í HÓL !