Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2012 | 11:30

Donald Trump sló fyrsta höggið á nýja skoska linksaranum sínum

Billjónamæringurinn Donald Trump sló fyrsta höggið á nýja skoska linksaranum sínum í Aberdeenshire nú fyrir stundu.

Viðskiptajöfurinn stóð á teig á Aberdeenshire golfvellinum ásamt fyrrum Ryder Cup fyrirliðanum Colin Montgomerie.

Montgomerie sagði að það hefði verið „heiður“ að spila fyrsta hringinn á slíku „djásni“ sem golfvöllurinn er.

Sandy Jones, framkvæmdastjóri PGA,og George O’Grady, framkvæmdastjóri European Tour, sögðu að þeir myndu vinna í því að stórmót yrðu spiluð á nýja vellinum.

Trump skar á borðann á 1. teig og sagði við það tækifæri:„ Þegar ég keypti þetta land fyrir 7 árum vildum við búa til besta golfvöll heims og sumir eru þegar farnir að tala um að okkur hafi tekist það. Ég held að þetta sé frábært fyrir golfið, og það sem er frábært fyrir golf er frábært fyrir Skotland, vegna þess að það er heimili leiksins.“

Mikill styrr hefir staðið um byggingu Trump á  International Golf Links golfvellinum í  Aberdeenshire, þar sem umhverfissinnar hafa margsinnis mótmælt byggingu golfvallarins á vernduðum sandhólunum. Sjálfur Trump hefir kvartað yfir að leyfi verði hugsanlega veitt fyrir byggingu aflstöðvar úti á sjó sem vinnur rafmagn úr vindi og skemmir útsýnið af vellinum.

Völlurinn verður formlega opnaður sunnudaginn 15. júlí n.k. þar sem einkamót fara fram alla vikuna á vellinum.

Milljónum punda hefir verið varið í golfvöllinn og klúbbhúsið og enn frekari plön eru um að byggja hótel og einbýlisvillur á vellinum. Þau plön hafa þó verið lögð í salt nú, þar til ljóst er hvort verður af byggingu aflstöðvarinnar.

Trump International segir að 160 störf hafi skapast t.d. stjórnunarstöður, störf í veitingasal og vð golfvallarviðhald með tilkomu linksarans síns.

Vinna hófst við völlinn í júlí 2010 eftir að auðjöfurinn (Trump) hlaut byggingaleyfi til að hefja byggingu, öðrum fjórum árum eftir að plönin voru fyrst sett fram.