Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2012 | 18:30

Adam Scott efstur með 4 högga forystu fyrir lokadag Opna breska

Það er Adam Scott sem er í 1. sæti og með 4 högga forystu á þá Brandt Snedeker sem leiddi í gær og Graeme McDowell. Adam spilaði á 2 undir pari, 68 höggum í dag; fékk 3 fugla og 1 skolla.  Samtals er Adam búinn að spila á 11 undir pari, 199 höggum  (64 67 68). Aðspurður eftir að hann kom í hús hvernig tilfinningin væri að hafa forystu fyrir lokadag Opna breska sagði Adam að sér liði vel, tilfinningin væri frábær.  Það væru algjörlega ótroðnar slóðir að vera í lokahollinu á Opna.  Aðspurður um samvinnuna við Steve Williams sagði hann þá félaga vera á sömu síðu og Steve væri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2012 | 16:45

Ragnhildur og Nökkvi eru Íslandsmeistarar 35+

Ragnhildur Sigurðardóttir GR og Nökkvi Gunnarsson NK tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitil í meistaraflokkum karla og kvenna á Icelandair 35 ára og eldri sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Ragnhildur lék hringina þrjá á 222 höggum eða 12 yfir pari, fyrsta hringinn lék hún á 73 höggum annan á 74 höggum og þriðja á 75 höggum.  Ragnhildur sem var í öðru sæti fyrir lokahringinn í dag hafði hafði betur gegn Keiliskonunum Þórdísi Geirsdóttur og Ólöfu Maríu Jónsdóttur sem báðar  luku leik á 224 höggum eða 14 höggum yfir pari. Bráðabana þurfti því til að fá úr því skorið hvor lenti í öðru sæti og fór það svo að Ólöf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2012 | 10:02

Afmæliskylfingur dagsins: Magnús Birgisson – 21. júlí 2012

Einn besti og ástsælasti golfkennari landsins, Magnús Birgisson, á afmæli í dag en hann er fæddur 21. júlí 1959. Magnús er flestum kylfingum landsins að góðu kunnur, m.a vegna golfkennarastarfa sinna á Costa Ballena á Spáni (þar sem hann kennir golf í hópi einvala liðs golfkennara, þ.e. ásamt Ragnhildi Sigurðardóttur, Herði Arnarsyni og Hlyni Geir Hjartarsyni). Magnús sér ásamt Phill Hunter og Andreu Ásgrímsdóttur um golfkennslu á Urriðavelli í Golfklúbbnum Oddi. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Magnús kemur úr stórri golffjölskyldu en allir í kringum hann, eiginkonan, synir, systur, foreldrar, frænkur og frændur eru í golfi. Magnús er kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur, eiganda golfvörufyrirtækisins hissa.is, en á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2012 | 10:00

Fuglamaðurinn mættur á Opna breska

Þeir sem „followa“ Graeme McDowell, G-Mac á Twitter hafa væntanlega séð eftirfarandi frétt sem hann var rétt í þessu að „tvíta“ á samfélagsvefinn: „Nokkrir vina minna rákust á þennan náunga á Lytham (Opna breska). Kannist þið við hann frá Opna bandaríska?“ Hér er um að ræða fuglamanninn svonefnda sem truflaði verðlaunaafhendingu á Opna bandaríska með fuglagargi.  Verðlaunahafinn, Webb Simpson, gat ekki annað en brosað, þó vissulega hafi fuglamanninum tekist að eyðileggja hátíðleik athafnarinnar. Fuglamaðurinn er sem sagt mættur á Opna breska. Hvað skyldi hann ætla sér að gera þar? Sjá má upprunalegt tvít G-Mac hér: Some friends of mine just bumped into this character at Lytham! Recognize him from the Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2012 | 09:40

Tom Watson komst í gegnum niðurskurð á Opna breska

Tom Watson er golfgoðsögn og …. hann er 62 ára – gæti verið afi margra sem keppa með honum á Opna breska í ár. Til marks um hversu aldursmunurinn er mikill voru 4 af efstu mönnum eftir 2. dag Opna breska (Brandt Snedeker, Adam Scott, Tiger og Thorbjörn Olesen) ekki fæddir þegar Tom vann Opna breska í fyrsta sinn. Og í gær urðum við enn einu sinni vitni að töfrum Tom á golfvellinum…. einkum síðustu 2 holunum. Hann missti innan við meters pútt á 17. á klaufalegan máta og fékk skolla sem kom skorinu upp í 4 yfir par.  Niðurskurður miðaðist við 3 yfir par og Tom var næsta viss, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2012 | 09:00

Glompuhögg Tiger á 18. á 2. hring Opna breska

Hringurinn í gær , þ.e. 2. hringur Opna breska var eins og sá fyrri hjá Tiger: hann var svo oft nálægt því að setja niður pútt og ná fugli, en þau vildu bara ekki detta. Ja, ekki nema 3 sinnum. Maður fékk sterkt á tilfinninguna að hann ætti svo miklu meira inni – spurning hvenær hann fer langt niður í skori? Síðasti fugl Tiger á 2. hring náðist ekki með pútti. Á 18. setti hann fuglinn niður beint úr einni af alræmdu sandglompunum Royal Lythams & St. Anne´s…. og 4. fuglinn og skor upp á 67 staðreynd (Tiger fékk líka 1 skolla). Sjá má myndskeið af þessum  fugli Tiger (þ.e. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 20:30

Unglingamótaröð Arion banka (4): Staðan eftir 1. dag Íslandsmótsins í höggleik – Guðrún Brá setti nýtt vallarmet af bláum í Kiðjaberginu!

Í dag var leikinn fyrsti hringurinn af þremur á Íslandsmóti unglinga en leikið er á Kiðjabergsvelli við frábærar aðstæður. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK lék fyrsta hringinn á Íslandsmóti unglinga á Kiðjabergsvelli í dag á 69 höggum, eða 2 höggum undir pari vallar. Þetta er jafnframt nýtt vallarmet af bláum teigum, en eldra metið áttu þær Valdís Þóra Jónsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir og var það 71 högg. Guðrún hefur því titilvörnina vel, en hún er núverandi Íslandsmeistari í höggleik stúlkna 17-18 ára. Hjá piltum 17-18 ára er það Hallgrímur Júlíusson GV sem lék best, hann lék völlinn á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Í öðru sæti er Benedikt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 20:15

Þórdís og Þórður Emil efst á 35+ í Eyjum eftir 2. dag

Tveimur hringjum af þremur á Icelandair 35 ára+ mótinu sem leikið er í Vestmannaeyjum er nú lokið. Leikið er í fjórum flokkum kvenna og þremur flokkum karla. Það er Íslandsmeistarinn Þórdís Geirsdóttir GK, sem leiðir í meistaraflokki kvenna, í öðru sæti er Ragnhildur Sigurðardóttir GR og í því þriðja er Ólöf María Jónsdóttir GK. Í meistaraflokki karla er Þórður Emil Ólafsson GL efstur, í öðru sæti er núverandi Íslandsmeistari 35+, Tryggvi Valtýr Traustason GSE, jafnir í þriðja til fjórða sæti eru svo þeir Aðalsteinn Ingvarsson GV og Nökkvi Gunnarsson NK. Hér er staðan eftir 2. mótsdag á 35+: Meistaraflokkur kvenna: 1. sæti  Þórdís Geirsdóttir GK 145 2. sæti  Ragnhildur Sigurðardóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 19:45

Ólafía Þórunn í 5. sæti í Danmörku

Þrjár íslenskar stúlkur hófu keppni í Dilac mótinu í Silkeborg Golf Club í Danmörku. Þetta eru þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR; Signý Arnórsdóttir, GK og Berglind Björnsdóttir, GR. Eftir fyrsta mótsdag er Ólafía Þórunn í 5. sæti og Signý deilir 6. sætinu með 3 öðrum. Ólafía spilaði á 6 yfir pari, 78 höggum en Signý var á 7 yfir pari, 79 höggum. Niðurskurður verður eftir morgundaginn og er hann miðaður við 12 efstu stúlkur og þær sem jafnar eru í 12. sæti. Skv. framangreindu eru Ólafía og Signý komnar í gegnum niðurskurð, þ.e. haldi þær áfram á sömu nótum. Berglind spilaði í dag á 12 yfir pari, 84 höggum og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórleifur Gestsson – 20. júlí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Þórleifur Gestsson.  Þórleifur er fæddur 20. júlí 1965 og er því 47 ára í dag. Þórleifur er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hann hefir staðið sig vel í fjölda móta t.a.m. á ABC mótaröðinni 2010. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Þórleifur Gestsson (47 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Fred „Butch“ Baird 20. júlí 1936 (76 ára);  Betty Burfeindt, 20. júlí 1945 sigurvegari LPGA Championship (67 ára);  Thomas Cregg Scherrer, 20. júlí 1970 (42 ára);  Sophie Sandolo 20. júlí 1976 (36 ára);  James Bongani Kamte, 20. júlí 1982 (30 ára stórafmæli!!!); Lesa meira