Unglingamótaröð Arion banka (4): Ragnar Már Garðarsson er Íslandsmeistari pilta í höggleik 2012
Ragnar Már Garðarsson, GKG, er Íslandsmeistari pilta í höggleik 2012. Ragnar spilaði hringina 3 á samtals 11 yfir pari á erfiðum Kiðjabergsvellinum, þ.e. á 224 höggum (74 71 79). Þess mætti geta að Ragnar Már varð klúbbmeistari GKB 2011. Aðeins 1 högg skildu að Ragnar Má og Bjarka Pétursson, fjórfaldan klúbbmeistara GB, en Bjarki varð Íslandsmeistari í piltaflokki, 2011. Bjarki spilaði á samtals 12 yfir pari 225 höggum (78 71 76). Í 3. sæti varð síðan Emil Þór Ragnarsson, GKG, á 19 yfir pari, samtals 232 höggum en aðeins 1 högg skildu hann og Hallgrím Júlíusson, GV að og því mikil barátta um 3. sætið í piltaflokki. Þess mætti geta Lesa meira
Lokahollið – Adam Scott og Graeme McDowell – á Opna breska í ár farið út!
Nú rétt í þessu kl. 13:30 að íslenskum tíma var síðasta hollið á þessu 3. risamóti ársins að fara út: Adam Scott, sem leiðir á 11 undir pari og Graeme McDowell á 7 undir pari. Hafa þá allir keppendur Opna breska 2012 hafið lokahringinn og baráttuna. Í hollinu á undan forystumönnunum eru Bandaríkjamennirnir Tiger Woods, á 6 undir pari og Brandt Snedeker, sem var í forystu á 2. degi en deilir nú 2. sæti ásamt G-Mac á 7 undir pari, eftir hring vonbrigða upp á 73 högg í gær. Í öðru hollinu á undan Scott og McDowell eru þeir Ernie Els og Zach Johnson, sem deila 5. sætinu á 5 Lesa meira
Ólafía lauk keppni í 7. sæti og Signý í 11. sæti á DILAC-mótinu í Danmörku
Dagana 20.-22. júlí 2012 hefir farið fram DILAC-mótið (skammstöfun fyrir Denmark International Ladies Amateur Championship) í Silkeborg Golf Club í Danmörku. Þátttakendur frá Íslandi voru 3: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR; Signý Arnórsdóttir, GK og Berglind Björnsdóttir, GR. Í gær komust þær Ólafía Þórunn og Signý í gegnum niðurskurð og í dag var lokahringurinn spilaður. Ólafía Þórunn lauk keppni með hring upp á 84 högg og varð í 7. sæti sem hún deildi með dönsku stúlkunni Daisy Nielsen. Samtals spilaði Ólafía á 25 yfir pari (78 70 81 84) og komst efst í 2. sætið á 2. degi, með glæsihring upp á 70 högg. Signý varð í 11. sæti. Hún spilaði á Lesa meira
Daninn Thorbjörn Olesen er í 7. sæti á Opna breska fyrir lokahringinn!
Ungur danskur kylfingur, Thorbjörn Olesen, er svo sannarlega búinn að standa sig vel á 141. Opna breska. Olesen er aðeins 22 ára, fæddur 21. desember 1989. Hann komst aðeins í golffréttirnar fyrr á árinu þegar hann sigraði á Opna sikileyska á Evróputúrnum, en það var 1. sigur Olesen á evrópsku mótaröðinni. Og svo er hann nú í 7. sæti á Opna, en lokahringurinn verður spilaður í dag. Olesen er búinn að spila geysigott golf – er á samtals 4 undir pari, 206 höggum (69 66 71). Hann verður að vinna upp 7 högg Adam Scott sem leiðir á 11 undir pari. Aldrei að vita hvað getur gerst ef Olesen Lesa meira
Skemmtilegt viðtal Feherty við Michelle Wie á föstudaginn sl. á Stöð 2 Sport – myndskeið
Flestir þeir sem fylgjast með golfi á Golf Channel eða nú Stöð 2 Sport kannast við Feherty. Hann tekur viðtöl við fræga kylfinga og meðal þeirra sem hafa verið í viðtali hjá honum eru Donald Trump, leikarinn Samuel Jackson og nú nýlega Michelle Wie. Kylfingum líkar misvel við Feherty, en hann er mjög hreinn og beinn og lætur ýmislegt fjúka, sbr. að Ernie Els var ekki sáttur við umfjöllun Feherty um hann. Í viðtali sínu við Rickie Fowler sagði Feherty að sér finndist appelsínugult (liturinn sem Rickie er þekktur fyrir úti á velli) fari ekkert sérlega vel við bandarísku (og reyndar íslensku) fánalitina o.s.frv. o.s.frv. Nú á föstudaginn var þáttur Lesa meira
GÚ: Klúbbmeistarar Golfklúbbs Úthlíðar 2012 eru Hólmfríður Einarsdóttir og Guðjón Grétar Daníelsson
Á föstudaginn birti Golf 1 úrslitafrétt frá Meistaramóti Golfklúbb Úthlíðar. Þau leiðu mistök urðu að sagt var að klúbbmeistari í karlaflokki væri Guðmundur Grétar Daníelsson, GR. Hið rétta er að sjálfsögðu að klúbbmeistari karla í GÚ 2012 er Guðjón Grétar Daníelsson, GR. Er Guðjón Grétar beðist afsökunar á þessu. Klúbbmeistari kvenna er Hólmfríður Einarsdóttir, GKG. Jafnframt er tækifærið tekið hér og birt mynd af klúbbmeisturum GÚ 2012 við verðlaunaafhendinguna. Meistaramót GÚ fór fram dagana 13.-14. júlí – spilaðir voru 2 hringir og þátttakendur voru 71. Helstu úrslit á Meistaramóti GÚ 2012 voru eftirfarandi: Úrslit í Meistaramóti GÚ 2012 voru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Lesa meira
Unglingamótaröð Arion banka (4): Guðrún Brá, Ragnar Már, Birgir Björn, Ragnhildur, Henning Darri og Saga í forystu eftir 2. hring
Keppendur á Íslandsmótinu í höggleik unglinga tóku daginn snemma en byrjað var að ræsa út kl 6:00 í morgun en ákveðið var að flýta ræsingu vegna veður útlits. Slæma veðrið hefur látið bíða eftir sér og léku því kylfingar í frábæru veðri í morgun. Þegar leið á daginn þá fór veður versnandi en með því að færa ræsinguna frá náðu flestir keppendur að klára í sómasamlegu veðri, lokahollin í flokki dengja 15-16 ára fengu þó að kljást við veðrið undir lokin. Í stúlknaflokki 17-18 ára leiðir Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK en hún lék á 76 höggum í dag eða 5 höggum yfir pari, Guðrún Brá hefur því leikið hringina tvo Lesa meira
Ólafía Þórunn í 4. sæti í Danmörku eftir 3. hring – Signý komst í gegnum niðurskurð
Eftir 3 hringi á Denmark International Ladies Amateur Championship (DILAC-mótinu) er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, í 4. sæti og efst af íslensku þátttakendunum. Ólafía Þórunn er búin að spila á samtals 13 yfir pari, samtals 229 höggum (78 70 81). Signý Arnórsdóttir, GK, er búin að spila á 22 yfir pari, samtals 238 höggum (79 74 85); deilir 10. sæti ásamt 2 öðrum og komst því í gegnum niðurskurð, en 12 efstu af 24 þátttakendum í DILAC-mótinu komust í gegn. Berglind Björnsdóttir, GR, varð í 18. sæti og komst því miður ekki í gegnum niðurskurð í mótinu. Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni og Signýju góðs gengis á morgun, en þá verður Lesa meira
Áskorendamótaröð Arion banka (4): Salvör Jónsdóttir Ísberg, Bragi Arnarson, Freydís Eiríksdóttir og Kristófer Karl Karlsson sigruðu – Myndasería
Fjórða mótið á Áskorendamótaröð Arion banka fór fram í dag, 21. júlí 2012, á Svarfhólsvelli, á Selfossi. Það voru 89 sem luku keppni en 91 voru skráðir í mótið. Enginn þátttakandi var í flokki pilta og stúlkna þ.e. aldursflokknum 17-18 ára. Því var einungis keppt í flokki stelpna og stráka (14 ára og yngri) og telpna og drengja (15-16 ára). Langfjölmennasti flokkurinn var strákaflokkur, 14 ára, en í dag kepptu 56 strákar á Svarfhólsvelli. Sjá má myndaseríu úr mótinu með því að smella hér: ÁSKORENDAMÓTARÖÐ ARION BANKA (4) Á SVARFHÓLSVELLI – 21. JÚLÍ 2012: Úrslit í þeim 4 flokkum sem þátt tóku í 4. móti Áskorendamótaraðar Arion banka: Telpnaflokkur 15-16 Lesa meira







