Guðrún Brá Björgvinsdóttir, hlaut háttvísibikar GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 20:30

Unglingamótaröð Arion banka (4): Staðan eftir 1. dag Íslandsmótsins í höggleik – Guðrún Brá setti nýtt vallarmet af bláum í Kiðjaberginu!

Í dag var leikinn fyrsti hringurinn af þremur á Íslandsmóti unglinga en leikið er á Kiðjabergsvelli við frábærar aðstæður. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK lék fyrsta hringinn á Íslandsmóti unglinga á Kiðjabergsvelli í dag á 69 höggum, eða 2 höggum undir pari vallar. Þetta er jafnframt nýtt vallarmet af bláum teigum, en eldra metið áttu þær Valdís Þóra Jónsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir og var það 71 högg. Guðrún hefur því titilvörnina vel, en hún er núverandi Íslandsmeistari í höggleik stúlkna 17-18 ára.

Hjá piltum 17-18 ára er það Hallgrímur Júlíusson GV sem lék best, hann lék völlinn á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Í öðru sæti er Benedikt Árni Harðarson GK á 73 höggum.

Hjá telpum 15-16 ára eða það Ragnhildur Kristinsdóttir GR sem leiðir á 77 höggum, í öðru sæti er Sara Margrét Hinriksdóttir GK.

Elís Rúnar Elísson GKJ er eftstur hjá drengjum 15-16 ára en hann lék á 70 höggum eða 1 undir pari.

Hjá 14 ára og yngri strákum er það Henning Darri Þórðarson, GK, sem er efstur en hann lék einnig á 70 höggum 1 undir pari. Hjá 14 ára og yngri stelpum leiðir X eftir 1. dag.

Hér er staðan eftir 1. dag á Unglingamótaröð Arion banka / Íslandsmótinu í höggleik:

Stúkur 17-18 ára.

1. sæti  Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 69

2 . sæti Anna Sólveig Snorradóttir GK 73

3. sæti Guðrún Pétursdóttir GR 73

4. sæti  Halla Björk Ragnarsdóttir GR 80

5. sæti  Sunna Víðisdóttir GR

Hallgrímur Júlíusson, GV. Mynd: golf.is

Piltar 17-18 ára.

1. sæti  Hallgrímur Júlíusson GV 72

2. sæti Benedikt Árni Harðarson GK 73

3. sæti  Ragnar Már Garðarsson GKG 74

4. sæti  Gísli Ólafsson GKJ 74

 

Ragnhildur Kristinsdótttir, GR. Mynd: helga66.smugmug.com

Telpur 15-16 ára.

1. sæti  Ragnhildur Kristinsdóttir GR 77

2. sæti  Sara Margrét Hinriksdóttir GK 81

3. sæti  Birta Dís Jónsdóttir GHD 82

4. sæti  Stefanía Elsa Jónsdóttir GA 84

Elís Rúnar Elísson, GKJ. Mynd: Í einkaeigu.

Drengir 15-16 ára.

1. sæti  Elís Rúnar Elísson GKJ 70

2. sæti  Birgir Björn Magnússon GK 73

3. sæti  Gísli Sveinbergsson GK 73

4 Óðinn Þór Ríkharðsson GKG 73

Henning Darri Þórðarson, GK. Mynd: Golf 1

Strákar 14 ára og yngri.

1. sæti  Henning Darri Þórðarson GK 70

2. sæti  Fannar Ingi Steingrímsson GHG 75

3.sæti  Aron Skúli Ingason GK 77

 

Eva Karen Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1

Stelpur 14 ára og yngri.

1. sæti  Eva Karen Björnsdóttir GR  84

2. sæti  Saga Traustadóttir GR  85

3. sæti  Thelma Sveinsdóttir GK  85

4. sæti Þóra Kristín Ragnarsdóttir GK 86

5. sæti Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 86

Veðurspá fyrir morgundagsins er ekki hagstæð og hefur mótstjórn tekið þá ákvörðun að færa ræsingu fram eða til kl 6:00, með þessu hætti eru auknir möguleikar á því að kylfingar sleppi að mestu við versta veðurhaminn.

Heimild: golf.is