Adam Scott efstur með 4 högga forystu fyrir lokadag Opna breska
Það er Adam Scott sem er í 1. sæti og með 4 högga forystu á þá Brandt Snedeker sem leiddi í gær og Graeme McDowell.
Adam spilaði á 2 undir pari, 68 höggum í dag; fékk 3 fugla og 1 skolla. Samtals er Adam búinn að spila á 11 undir pari, 199 höggum (64 67 68).
Aðspurður eftir að hann kom í hús hvernig tilfinningin væri að hafa forystu fyrir lokadag Opna breska sagði Adam að sér liði vel, tilfinningin væri frábær. Það væru algjörlega ótroðnar slóðir að vera í lokahollinu á Opna. Aðspurður um samvinnuna við Steve Williams sagði hann þá félaga vera á sömu síðu og Steve væri góður félagi. Inntur eftir hvernig sér litist á veðurspánna en það er spáð hvassara veðri á morgun þá sagði Adam að sig hlakkaði til, hann væri spenntur að spila – vindur þýddi að það gæti orðið erfiðara fyrir hina bætti hann við stríðnislega. Á alvarlegri nótum sagði hann að hann ætlaði bara að reyna að gera allt það sama og áður… halda sig við rútínu sína.
Í 4. sæti er Tiger Woods á samtals 204 höggum, 5 höggum á eftir Scott. Tiger er búinn að spila á samtals 6 undir pari (67 67 70).
Sigurvegari John Deere Classic, Zach Johnson er í 5. sæti ásamt Ernie Els á samtals 5 undir pari, 205 höggum, hvor.
Daninn Thorbjörn Olesen, sem búinn er að spila frábært golf í mótinu er síðan einn í 7. sæti á samtals 4 undir pari, 206 höggum (69 66 71), 7 höggum á eftir Scott og fremur ólíklegt að hann blandi sér í toppbaráttuna á morgun. Þó er ekkert óhugsandi í golfi ….. frábær Opna breska sunnudagur framundan!!!
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Opna breska SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024