Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2012 | 18:30

Adam Scott efstur með 4 högga forystu fyrir lokadag Opna breska

Það er Adam Scott sem er í 1. sæti og með 4 högga forystu á þá Brandt Snedeker sem leiddi í gær og Graeme McDowell.

Adam spilaði á 2 undir pari, 68 höggum í dag; fékk 3 fugla og 1 skolla.  Samtals er Adam búinn að spila á 11 undir pari, 199 höggum  (64 67 68).

Aðspurður eftir að hann kom í hús hvernig tilfinningin væri að hafa forystu fyrir lokadag Opna breska sagði Adam að sér liði vel, tilfinningin væri frábær.  Það væru algjörlega ótroðnar slóðir að vera í lokahollinu á Opna.  Aðspurður um samvinnuna við Steve Williams sagði hann þá félaga vera á sömu síðu og Steve væri góður félagi.  Inntur eftir hvernig sér litist á veðurspánna en það er spáð hvassara veðri á morgun þá sagði Adam að sig hlakkaði til,  hann væri spenntur að spila – vindur þýddi að það gæti orðið erfiðara fyrir hina bætti hann við stríðnislega.  Á alvarlegri nótum sagði hann að hann ætlaði bara að reyna að gera allt það sama og áður…  halda sig við rútínu sína.

Í 4. sæti er Tiger Woods á samtals 204 höggum, 5 höggum á eftir Scott. Tiger er búinn að spila á samtals 6 undir pari (67 67 70).

Sigurvegari John Deere Classic, Zach Johnson er í 5. sæti ásamt Ernie Els á samtals 5 undir pari, 205 höggum, hvor.

Daninn Thorbjörn Olesen, sem búinn er að spila frábært golf í mótinu er síðan einn í 7. sæti á samtals 4 undir pari, 206 höggum (69 66 71), 7 höggum á eftir Scott og fremur ólíklegt að hann blandi sér í toppbaráttuna á morgun.  Þó er ekkert óhugsandi í golfi ….. frábær Opna breska sunnudagur framundan!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Opna breska SMELLIÐ HÉR: