Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 18:20

Tiger á samtals 6 undir pari eftir 2. dag á Opna breska

Tiger Woods var að ljúka leik á 2. degi Opna breska nú rétt í þessu.  Í dag var Tiger aftur á 3 undir pari, 67 höggum, skipti fuglunum jafnt fékk 2 á fyrri 9 og 2 á seinni 9 og algerlega „óþarfa“ skolla á par-5, 11. brautinni.  Þar fór hann úr einum „óleikhæfa“ karganum, í annan, í teighöggi sínu og 2. höggi, en leysti vel úr því.  Það er hrein unun að horfa á Tiger spila! Samtals er Tiger á 6 undir pari eftir 2 daga, á samtals 134 höggum (67 67)  – ekkert nema stöðugleikinn uppmálaður og aðeins Brandt Snedeker og Adam Scott (á 10 og 9 undir pari) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 17:30

GÚ: Hólmfríður Einarsdóttir og Guðjón Grétar Daníelsson eru klúbbmeistarar GÚ 2012

Dagana 13.-14. júlí s.l. fór fram Meistaramót Golfklúbbs Úthlíðar. Þátttakendur í mótinu í ár voru 71. Spilaðir voru 2 hringir. Klúbbmeistarar GÚ 2012 eru Hólmfríður Einarsdóttir, GKG og Guðjón Grétar Daníelsson, GR. Guðjón Grétar varð klúbbmeistari í karlaflokki; spilaði hringina tvo á samtals 11 yfir pari, 151 höggi (76 75) og munaði aðeins 1 höggi á honum og þeim sem varð í 2. sæti Ragnari Þór Ragnarssyni, GKG. Í kvennaflokki varð sem segir Hólmfríður klúbbmeistari á samtals 25 yfir pari, samtals 165 höggum (85 80) en hún átti 10 högg á þá sem varð í 2. sæti Dýrleifu Örnu Guðmundsdóttur, GO. Úrslit í Meistaramóti GÚ 2012 voru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 15:15

Brandt Snedeker leiðir snemma dags á 2. degi Opna breska

Bandaríski kylfingurinn viðkunnanlegi,  Brandt Snedeker, sem m.a. komst í fréttirnar í heimsgolfpressunni vegna albatrossins frábæra, sem hann fékk á æfingahring fyrir Opna breska á Royal Lytham & St. Anne´s golfvellinum, s.l. miðvikudag (18/7 2012)  leiðir snemma dags á 2. hring Opna breska. Samtals er Snedeker búinn að spila á 10 undir pari, 130 höggum (66 64).  Hringurinn í dag var sérlega glæsilegur hjá Snedeker, 6 undir pari, líkt og hjá Adam Scott í gær.  Báða dagana hefir ekkert verið á skorkorti Snedeker nema fuglar og pör, skollar og þaðan af verra ekki til hjá honum!  Í dag fékk Snededer aftur 6 fugla (á 1,; 6., 7. og 9 á fyrri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 14:45

GKB: Íslandsmót unglinga í höggleik hófst í Kiðjabergi í dag

Íslandsmót unglinga í höggleik hófst í blíðskapar veðri á Kiðjabergsvelli í morgun. Byrjað var að ræsa út keppendur klukkan 07:30 í morgun og verður ræst út til klukkan 14:30 í dag. Fjöldi keppenda í mótinu eru 147 og komust færri að en vildu. Völlurinn er í frábæru ástandi, líklega ekki verið betri í sumar. Í nótt rigndi töluvert og eru flatirnar því mjög góðar og taka vel við boltanum. Eins og áður segir leikur veðrið við keppendur, skýjað, logn og þurrt og hitastig í kringum 17 gráður. Aðstæður eru því eins og best verður á kosið og má búast við góðu skori í dag. Ræst er út bæði af 1. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 13:00

Sá á fund sem finnur – Hótel Saga 50 ára!

Í tilefni af 50 ára afmæli Hótel Sögu hafa þeir á Hótel Sögu komið fyrir sérmerktum golfboltum á golfvöllum um allt land. Ef heppnin er með þér og þú finnur golfbolta merktan Hótel Sögu, bíður þín frábær vinningur á Hótel Sögu. Það er til mikils að vinna, rómantískur pakki á Hótel Sögu, út að borða í Grillinu, Brunch í Skrúð og margt fleira. Það eina sem þarf að gera er að hafa samband við Hótel Sögu og framvísa golfboltanum gegn gjafabréfi. Gjafabréfið gildir út afmælisárið 2012.

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 12:15

GKJ: 10 ára strákur Finnbogi Steingrímsson fór holu í höggi á Opna fjölskyldumótinu

Feðgarnir Steingrímur Walterson, GKJ og Finnbogi Steingrímsson, GKJ, voru þátttakendur í Opna fjölskyldumótinu hjá GKJ í gær, 19. júlí 2012. Finnbogi, sem aðeins er 10 ára fór holu í höggi á 15. braut Hlíðavallar! Höggið góða sló Finnbogi með 7-járni.  Hann hefir æft golf í 3 ár og er þegar kominn með 20,2 í forgjöf. Finnbogi veit það kannski ekki en margir góðir kylfingar eru fæddir á afmælisdegi hans, m.a. Rickie Fowler. Golf 1 óskar Finnboga innilega til hamingju með draumahöggið! Hér að lokum eru helstu úrslit í Opna fjölskyldumótinu:  1. sæti – Kristófer Karl og Karl Emilsson 61 högg. 2. sæti – Elís Rúnar og Elís Víglundsson 62 högg. 3. sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 11:15

Berglind, Ólafía og Signý keppa í Danmörku

Þrjár ìslenskar stúlkur hefja leik á Dilac mótinu ì Danmörku nánar tiltekið á GC Silkeborg leiknar verða 72 holur í höggleik og er niðurskurður að loknum 54 holum. Stúlkurnar Berglind Björnsdóttir GR, Òlafìa Þórunn Kristinsdóttir, GR og Signý Arnórsdóttir, GK lèku ì gær æfingarhring á vellinum og munu hefja leik ì dag kl 11 hver á eftir annarri. Mótið er skipað sterkum leikmönnum sem koma vìða að og verður hart barist ì bæði kvenna og karlaflokkum næstu daga. Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu mótsins með því að SMELLA HÉR: Mótið er frábær undirbúningur fyrir stùlkurnar fyrir Íslandsmótið ì höggleik sem hefst ì næstu viku á Hellu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 07:55

GV: Þórdís Geirsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson leiða eftir 1. dag 35+ í Vestmannaeyjum

Í gær hófst á Vestmannaeyjavelli Íslandsmót 35+. Þátttakendur í ár eru 155 þar af 120 karlar og 35 konur. Það eru þau Þórdís Geirsdóttir, GK og Tryggvi Valtýr Tryggvason, GSE sem eiga titil að verja frá árinu 2011. Þórdís er þegar komin í forystu í sínum flokki, 1. flokki kvenna; spilaði á parinu og á 3 högg á þá sem er í 2. sæti, Ragnhildi Sigurðardóttur, GR. Tryggvi er í 2. sæti á sléttu pari á eftir Rögnvaldi Ólafssyni, úr Golfklúbbinum Jökli Ólafsvík (GJÓ), sem lék Vestmannaeyjavöll á 2 undir pari, í gær. Staðan eftir 1. dag er eftirfarandi: 1. flokkur karla: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 07:15

Rickie Fowler spilar golf á mótorhjóli

Skv. þýsku sjónvarpsstöðinni SAT 1 eru um 50 milljónir golfspilara í heiminum. Golf er spilað með ýmsum hætti. Hér að neðan er e.t.v. gaman að rifja upp gamalt auglýsingamyndskeið með Rickie Fowler í aðalhlutverki, en hann spilar nú í Opna breska…. að vísu ekki á mótorhjóli eins og í myndskeiðinu. Myndskeiðið var tekið upp á hinum frábæra Eagle Creek Golf Course í Naples í Flórída.Það fylgdi sögunni að Rickie hefði spilað á 70 höggum!  Rickie virðist hafa æft vel á mótorhjólinu en í gær var hann á 71 höggi á fyrsta degi Opna breska. Til þess að sjá myndskeiðið þar sem Rickie Fowler spilar golf á mótorhjóli SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 20:55

Adam Scott leiðir með 64 högg eftir 1. dag Opna breska

Það er Ástralinn Adam Scott, sem  er í efsta sæti á Opna breska, eftir fyrsta dag á Royal Lytham & St Annes golfvellinum í Lancashire, á Englandi. Hann tók snemma í dag forystuna á 6 undir pari, 64 höggum, var með 2 skolla og 8 fugla á skorkortinu og jafnaði þar með vallamet á vellinm. Paul Lawrie frá Skotlandi, John Deere Classic sigurvegarinn Zach Johnson, frá Bandaríkjunum og Nicholas Colsaerts, frá Belgíu deila með sér 2. sætinu, en allir léku þeir á 5 undir pari,  65 höggum. Einn í 5. sæti er Farmers Insurance og Heritage sigurvegarinn Brandt Snedeker, á 4 undir pari, 66 höggum. Graeme McDowell, Ernie Els, Rory McIlroy,Muto Toshinori, Lesa meira