Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2012 | 09:00

Glompuhögg Tiger á 18. á 2. hring Opna breska

Hringurinn í gær , þ.e. 2. hringur Opna breska var eins og sá fyrri hjá Tiger: hann var svo oft nálægt því að setja niður pútt og ná fugli, en þau vildu bara ekki detta. Ja, ekki nema 3 sinnum. Maður fékk sterkt á tilfinninguna að hann ætti svo miklu meira inni – spurning hvenær hann fer langt niður í skori?

Síðasti fugl Tiger á 2. hring náðist ekki með pútti. Á 18. setti hann fuglinn niður beint úr einni af alræmdu sandglompunum Royal Lythams & St. Anne´s…. og 4. fuglinn og skor upp á 67 staðreynd (Tiger fékk líka 1 skolla).

Sjá má myndskeið af þessum  fugli Tiger (þ.e. á 18. á 2. hring Opna breska) með því að SMELLA HÉR: