Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2012 | 10:00

Fuglamaðurinn mættur á Opna breska

Þeir sem „followa“ Graeme McDowell, G-Mac á Twitter hafa væntanlega séð eftirfarandi frétt sem hann var rétt í þessu að „tvíta“ á samfélagsvefinn:

„Nokkrir vina minna rákust á þennan náunga á Lytham (Opna breska). Kannist þið við hann frá Opna bandaríska?“

Hér er um að ræða fuglamanninn svonefnda sem truflaði verðlaunaafhendingu á Opna bandaríska með fuglagargi.  Verðlaunahafinn, Webb Simpson, gat ekki annað en brosað, þó vissulega hafi fuglamanninum tekist að eyðileggja hátíðleik athafnarinnar.

Fuglamaðurinn er sem sagt mættur á Opna breska. Hvað skyldi hann ætla sér að gera þar? Sjá má upprunalegt tvít G-Mac hér:

Some friends of mine just bumped into this character at Lytham! Recognize him from the US Open? #junglebird  http://twitvid.com/QVY98