Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2012 | 13:00

Ólafía lauk keppni í 7. sæti og Signý í 11. sæti á DILAC-mótinu í Danmörku

Dagana 20.-22. júlí 2012 hefir farið fram DILAC-mótið (skammstöfun fyrir Denmark International Ladies Amateur Championship) í Silkeborg Golf Club í Danmörku.  Þátttakendur frá Íslandi voru 3: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR; Signý Arnórsdóttir, GK og Berglind Björnsdóttir, GR.

Í gær komust þær Ólafía Þórunn og Signý í gegnum niðurskurð og í dag var lokahringurinn spilaður.

Ólafía Þórunn lauk keppni með hring upp á 84  högg og varð í 7. sæti sem hún deildi með dönsku stúlkunni Daisy Nielsen. Samtals spilaði Ólafía á 25 yfir pari (78 70 81 84) og komst efst í 2. sætið á 2. degi, með glæsihring upp á 70 högg.

Signý varð í 11. sæti. Hún spilaði á samtals 33 yfir pari (79 74 85 83).

Efst í mótinu var danska stúlkan Nicole Broche Larsen á samtals 1 undir pari og var hún sú eina með heildarskor undir pari og vann mótið með yfirburðum átti 19 högg á þá sem varð í 2. sæti löndu sína Emily Pedersen.

Til þess að sjá úrslitin í DILAC-mótinu SMELLIÐ HÉR: