Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2012 | 21:15

Ólafía Þórunn í 4. sæti í Danmörku eftir 3. hring – Signý komst í gegnum niðurskurð

Eftir 3 hringi á  Denmark International Ladies Amateur Championship (DILAC-mótinu) er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR,  í 4. sæti og efst af íslensku þátttakendunum.

Ólafía Þórunn er búin að spila á samtals 13 yfir pari, samtals 229 höggum (78 70 81).

Signý Arnórsdóttir, GK,  er búin að spila á 22 yfir pari, samtals 238 höggum (79 74 85); deilir 10. sæti ásamt 2 öðrum og komst því í gegnum niðurskurð, en 12 efstu af 24 þátttakendum í DILAC-mótinu komust í gegn.

Berglind Björnsdóttir, GR, varð í 18. sæti og komst því miður ekki í gegnum niðurskurð í mótinu.

Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni og Signýju góðs gengis á morgun, en þá verður lokahringurinn spilaður!

Til þess að sjá stöðuna í DILAC-mótinu eftir 3. hring SMELLIÐ HÉR: