Thorbjörn Olesen.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2012 | 12:30

Daninn Thorbjörn Olesen er í 7. sæti á Opna breska fyrir lokahringinn!

Ungur danskur kylfingur, Thorbjörn Olesen, er svo sannarlega búinn að standa sig vel á 141. Opna breska. Olesen er aðeins 22 ára, fæddur 21. desember 1989.   Hann komst aðeins í golffréttirnar fyrr á árinu þegar hann sigraði á Opna sikileyska á Evróputúrnum, en það var 1. sigur Olesen á evrópsku mótaröðinni.

Og svo er hann nú í 7. sæti á  Opna, en lokahringurinn verður spilaður  í dag.  Olesen er búinn að spila geysigott golf – er á samtals 4 undir pari, 206 höggum (69 66 71).  Hann verður að vinna upp 7 högg Adam Scott sem leiðir á 11 undir pari.  Aldrei að vita hvað getur gerst ef Olesen á góðan lokahring og Scott fer á taugum – kannski stendur Dani uppi sem sigurvegari á Opna breska? Hvað sem gerist, þá er spennandi golfdagur framundan og eiginlega hápunktur ársins hjá öllum golfunnendum – lokadagur Opna breska 2012!

Golf 1 hefir áður verið með stutta kynningu á Olesen í greinaflokknum: Hver er kylfingurinn?  sem sjá má með því að SMELLA HÉR: