
Afmæliskylfingur dagsins: Jordi Garcia de Moral – 24. júlí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Jordi Garcia. Jordi fæddist í Castellón de la Plana, á Spáni 24. júlí 1985 og því 27 ára í dag. Hann byrjaði að spila golf 6 ára í Club de Golf Costa de Azahar og var þar í þjálfun hjá Sam Amancio, þar til hann var 16 ára. Á þeim árum var hann í grunnskólanum Nuestra Sra. de la Consolación allt til 16 ára aldurs en þá fékk Jordi skólastyrk í gegnum spænska golfsambandið til að stunda námi við „Blume“ í Madríd næstu 2 árin. Eftir það fékk hann 100% golfskólastyrk við háskólann í Oklahoma, en af margvíslegum ástæðum var hann aðeins 1 ár í þeim skóla. Allt frá 20 ára aldrei hefir hann búið í Castellón á Spáni þar sem hann lagði m.a. stund á viðskiptafræði við háskólann þar.
Golf 1 hefir áður fjallað um Jordi þar sem hann var einn af þeim sem komst í gegnum Q-school Evróputúrsins. Sjá má þá umfjöllun um afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Doug Sanders, 24. júlí 1933 (79 ára) …… og ……..



Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða