Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2012 | 12:30

Afmæliskylfingur dagsins: Jordi Garcia de Moral – 24. júlí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Jordi Garcia. Jordi  fæddist í Castellón de la Plana, á Spáni  24. júlí 1985 og því 27 ára í dag. Hann byrjaði að spila golf 6 ára í Club de Golf Costa de Azahar og var þar í þjálfun hjá  Sam Amancio, þar til hann var 16 ára.  Á þeim árum var hann í grunnskólanum  Nuestra Sra. de la Consolación allt til 16 ára aldurs en þá fékk Jordi skólastyrk í gegnum spænska golfsambandið til að stunda námi við „Blume“ í Madríd næstu 2 árin. Eftir það fékk hann 100% golfskólastyrk við háskólann í Oklahoma, en af margvíslegum ástæðum var hann aðeins 1 ár í þeim skóla. Allt frá 20 ára aldrei hefir hann búið í Castellón á Spáni þar sem hann lagði m.a. stund á viðskiptafræði við háskólann þar.

Golf 1 hefir áður fjallað um Jordi þar sem hann var einn af þeim sem komst í gegnum Q-school Evróputúrsins. Sjá má þá umfjöllun um afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: 

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Doug Sanders, 24. júlí 1933 (79 ára) …… og ……..

Einar Bergmundur (52 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is