Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2012 | 09:15

GO: Laufey fann fyrsta golfboltann í golfboltaleik í tilefni 50 ára afmælis Hótel Sögu!

Fyrsti golfboltinn í golfboltaleik í tilefni af 50 ára afmæli Hótel Sögu er fundinn.

Það var Laufey Sigurðardóttir, GO, sem fann golfbolta merktan Hótel Sögu á par-5, 5. braut Urriðavallar.

Laufey Sigurðardóttir, GO.

Laufey sagði svo frá fundinum:

„Þetta var reyndar frekar skemmtilegt. Ég var að spila í vinkvennamóti á Urriðavelli hjá GO og boltinn minn átti að vera við runna, en hann vildi ekki láta sjá sig. Ég kíki inn í runnann og finn þar einn bolta. Svo segja stelpurnar, sem voru að spila með mér að ef ég finndi Hótel Sögu bolta þá yrði ég að deila honum með þeim! Augnabliki síðar finn ég annan bolta og viti menn… það var hótel Sögu boltinn!  Þær voru fljótar að draga það til baka að ég þyrfti að bjóða þeim. Minn bolti vildi samt ekki sýna sig svo ég þurfti að fara til baka og slá þriðja af teig og endaði á 7 höggum eða par á seinni boltann!“