Íslandsmótið í höggleik hefst á morgun! – Anna Sólveig: „Erfitt að segja til um sigurvegara í kvennaflokki!“
Á morgun hefst Íslandsmótið í höggleik á Strandarvelli hjá GHR. Biðlistar hafa myndast inn í mótið, en meðal keppenda eru 27 í kvennaflokki og 123 í karlaflokki, alls 150 þátttakendur. Ein þeirra, sem tekur þátt, er Anna Sólveig Snorradóttir, GK. Golf 1 lagði nokkrar spurningar fyrir Önnu Sólveigu:
Golf 1: Hvernig leggst Íslandsmótið í höggleik í þig?
Anna Sólveig: Bara mjög vel, þetta verður mjög skemmtilegt og spennandi.
Golf 1: Hvernig finnst þér Strandarvöllur?
Anna Sólveig: Hann er í mjög góðu standi. Mér finnst hann frekar erfiður en mjög skemmtilegur.
Golf 1: Hvaða líkur telur þú á að Keiliskona standi uppi sem sigurvegari í kvennaflokki og hver telur þú að það verði?
Anna Sólveig: Miðað við hvað eru margar Keiliskonur að keppa þá eru bara mjög miklar líkur á því að einhver þeirra vinni, en hver það verður er erfitt að segja.
Golf 1: Hvað þarf til, til þess að sigra á Íslandsmóti, að þínu mati?
Anna Sólveig: Maður þarf að vera mjög góður í golfi og þarf að þekkja völlinn vel og kunna á hann og sjálfstraustið og einbeitingin verða að vera í lagi.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024