
Íslandsmótið í höggleik – Tinna Jóhannsdóttir: „Í ár verður áherslan á að halda boltanum í leik“
Á morgun hefst Íslandsmótið í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Meðal 150 bestu kylfinga landsins sem þátt taka eru 27 konur og ein þeirra er Tinna Jóhannsdóttir, Golfklúbbnum Keili. Tinna er klúbbmeistari kvenna í GK 2012, en Tinna er einmitt ein af fjölmörgum kylfingum klúbbsins sem hafa hampað Íslandsmeistaratitli í höggleik síðari ár, varð Íslandsmeistari í höggleik 2010. Golf 1 tók stutt viðtal við Tinnu:
Golf 1: Hvernig leggst Íslandsmótið í höggleik í þig?
Tinna: Mjög vel.
Golf 1: Hvernig finnst þér Strandarvöllur?
Tinna: Hann er í frábæru standi og hann bíður upp á mikið.
Golf 1: Hvernig er frábrugðið að keppa á Íslandsmóti í höggleik hér og á LET eða LET Access mótum – eða er einhver munur?
Tinna: Er svo sem ekkert frábrugðið, maður fer bara inn í mótið með því að hugarfari að vinna, þannig að markmiðasetningin er aðeins önnur.
Golf 1: En hvernig er það frábrugðið mótunum í bandaríska háskólagolfinu?
Tinna: Aðallega þannig að Íslandsmótið er 4 daga mót – maður þarfnast mikillar þolinmæði. Maður svaf ekki eins mikið á hlutunum í Bandaríkjunum þar voru mótin tveggja daga, 36 holur spilaðar annan daginn og 18 hinn.
Golf 1: Hvaða líkur telur þú á að Keiliskona standi uppi sem sigurvegari á Íslandsmótinu?
Tinna: Ég segi að það séu mjög góðar líkur.
Golf 1: Hvað þarf til, til þess að sigra á Íslandsmóti, að þínu mati?
Tinna: Í ár verður það að halda boltanum í leik og alltaf þolinmæði. Mót er ekki búið fyrr en það er búið, eins og sást á Opna breska s.l. helgi.
Að lokum: Finnst þér að bæta mætti úr einhverjum atriðum á Íslandsmótum í höggleik hér á landi og ef svo er hverjum?
Tinna: Nei ég held ekki. Það mættu vera færri keppendur og þéttari hópur og ekki að vera að ræsa út til kl. 16:00 um daginn. En annars er ekkert sem þarf að gera – það er alltaf góð umgjörð utan um Íslandsmót.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024