Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2012 | 20:30

Ernie Els býður Nelson Mandela að drekka úr Claret Jug

Þann 18. júlí s.l. var haldið upp á 94 ára afmæli Nelson Mandela.  Suður-Afríkubúar héldu upp á þekktustu frelsishetju sína. Jafnvel á Opna breska var einn fréttamaður sem minnti alla leikmenn sem komu í fréttamannatjaldið að það væri afmæli Mandela.  Svo elskaður er hann fyrir baráttu sína fyrir frelsi og jafnrétti.

Árið 2010 sigraði Louis Oosthuizen  á Opna breska á St. Andrews á afmælisdegi Mandela.  Á pokanum hjá honum þá var hinn þeldökki, snjalli Zack Rasego, sem eflaust hefir átt stóran þátt í sigri Oosthuizen. Rasego ólst upp í örugustu fátækt undir Apartheid stjórninni og á þeim tíma hefði verið óhugsandi að hann væri að kaddýast fyrir Oosthuizen.

Þegar Oosthuizen tók við Claret Jug á sínum tíma og hann hélt þakkarræðu sína, lýsti hann stolti sínu að sigra á afmælisdegi Mandela.

Og nú síðastliðinn sunnudag sýndi Ernie Els þakklæti sitt fyrir allt sem Mandela hefir gert til að lækna sárin sem Apartheid stjórnin skyldi eftir sig með því að byggja upp nýja Suður-Afríku fyrir ALLA Suður-Afríkubúa.

Mandela hafði rétt verið vígður inn í embætti sem forseti Suður-Afríku mánuði áður en Ernie sigraði á Opna bandaríska í Oakmont, á fyrsta risamóti sínu. Mandela hringdi í hann og óskaði honum til hamingju.

Með orðum Els: „„Ég var fyrsti Suður-Afríkubúinn til þess að sigra á risamóti og þegar, það gerðist [1994] hringdi hann í mig þegar ég var í Pittsburgh, Oakmont. Það var hvatning og ég myndi elska það að drekka með honum úr Claret Jug. Ég fer hvert þangað sem hann er. Ég myndi elska að sjá hann aftur.“

„Ef ég sigra, sagði ég við sjálfan mig, þá verð ég að þakka Mandela forseta vegna þess að ég ólst upp undir Apartheid og breytingunni í lýðræðisátt og Mandela forseti var þarna,“ sagði Els s.l. sunnudag. „Sú breyting hafði mikil áhrif á líf mitt og svo varð Mandela forseti okkar og ég vann risamót.“

„Þannig að líf okkar tengist á skrítinn hátt. Og hann er svo mikilvægur fyrir okkur og þar sem við erum í dag sem þjóð og íþróttamenn.“