
Íslandsmótið í höggleik: Stefán Már Stefánsson: „Þetta verður mikill slagur“
Íslandsmótið í höggleik hefst á morgun á Strandarvelli á 60. afmælisári GHR Af því tilefni tók Golf1 eftirfarandi stutt viðtal við Stefán Má Stefánsson, GR, sem spilað hefir í allt ár á EPD-mótaröðinni þýsku, í Marokkó, Tyrklandi og nú undanfarið í Þýskalandi. Hann er einn 150 þátttakenda í mótinu.
Golf 1: Hvernig leggst Íslandsmótið í höggleik í þig?
Stefán Már: Það leggst mjög vel í mig , ég hef verið að spila vel og það verður gaman að takast á við þetta mót.
Golf 1: Hvernig er Íslandsmótið í höggleik frábrugðið mótum á EPD-mótaröðinni?
Stefán Már: Það er í rauninni ekkert frabrugðið. Það er svipað, einum hring meira, en í rauninni eru flest mót eins. Ef það er eitthvað þá eru fleiri betri spilarar erlendis – en við erum með fullt mót heima og helling af sterkum kylfingum. Þetta verður mikill slagur.
Golf 1: Hvernig finnst þér Strandarvöllur?
Stefán Már: Ég þekki Strandarvöll vel. Ég spilaði hann á mánudag og spilaði í Pro-Am hlutanum. Völlurinn hefur sjaldan litið betur út. Röffið hefur vaxið mikið og það hefur klárlega mikið að segja í mótinu. Það verður að halda boltanum í leik.
Golf 1: Hvað er orðið langt síðan að GR-ingur vann Íslandsmótið í höggleik í karlaflokki?
Stefán Már: GR-ingur hefur ekki unnið mótið í karlaflokki frá því árið sem ég fæddist 1985, en þá vann Sigurður Pétursson.
Golf1: Er ekki orðin mikil pressa að GR-ingur vinni mótið og hverjar telur þú líkurnar á að GR-ingur standi uppi sem Íslandsmeistari í höggleik?
Stefán Már: Við erum með fjölmarga góða kylfinga í meistaraflokki og ég hef fulla trú á að við GR-ingar getum sigrað. Ég fer með því hugarfari að sigra þetta mót.
Golf 1: Hvað þarf til, til þess að sigra á Íslandsmóti, að þínu mati?
Stefán Már: Aðallega að hafa trú á að maður geti unnið sjálfur, hafa getu í það og svo er margt sem spilar inn í, en að vera með gott leikplan er númer 1, 2 og.3.
Golf 1: Finnst þér að bæta mætti úr einhverjum atriðum á Íslandsmótum í höggleik hér á landi og ef svo er hverjum?
Stefán Már: Mótið er komið á það stig að það er 4 daga mót og niðurskurður eftir 2 daga. Það er ekkert hægt að setja út á það. Það hefur verið lögð 100% vinna í verkið nú og mér finnst að á undanförnum árum hafi verið vel að öllum mótum staðið.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024