
Komið og fylgist með Íslandsmótinu í höggleik 2012 dagana 26.-29. júlí á Strandarvelli, Hellu – Frír aðgangur og næg bílastæði!!!
Íslandsmótið í höggleik fer fram dagana 26.-29. júli og er þetta í 70. skipti sem keppt er um Íslandsmeistaratitil í golfi, en Golfsamband Íslands fagnar því einmitt í ár að 70 ár eru liðin frá því að sambandið var stofnað. Eins og áður er mótið hápunktur golfsumarisns og Eimskipsmótaraðarinnar, enda keppt um eftirsóttustu titla í íslensku golfi.
Í ár fer Íslandsmótið í höggleik fram á Strandarvelli og er í umsjá Golfklúbbs Hellu. Golfklúbbur Hellu var stofnaður 22. júní 1952 og er því 60 ára á þessu ári. Aðalhvatamaður og stofnandi klúbbsins var Ásgeir Ólafsson og Helmut Stolzenwald á Hellu, en sonur hans Rúdolf Stolzenwald var fyrsti formaður golfklúbbsins.
Íslandsmótið í höggleik hefir á undanförnum árum skapað sér sérstakan sess meðal kylfinga þar sem lögð er áhersla á að búa til sem glæsilegasta umgjörð, sem hefir hvatt kylfinga til þátttöku. Í ár taka flestir sterkustu kyfingar landsins þátt í mótinu og miðað við skor í meistaramótum klúbbana koma kylfingar vel undirbúnir til leiks. Íslandsmeistarar frá 2011, Axel Bóasson, GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, eru meðal keppenda sem og fjórfaldur Íslandsmeistari í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (1996, 2003, 2004, 2010).
Keppnisrétt á Íslandsmótinu hafa í raun allir kylfingar á Íslandi, þó reyndin sé sú að einungis forgjafarlægstu kylfingar landsins taki þátt. Í ár hafa 123 karlar og 27 konur skráð sig til leiks á Íslandsmótinu í höggleik.
Leiknar verða 72 holur á 4 dögum, en eftir 36 holu leik er leikmönnum fækkað í karlaflokki þannig að þeir sem hafa 72 lægstu skor halda áfram keppni. Ef keppendur eru jafnir í 72. sæti skulu þeir báðir/allir halda áfram. Þó skulu leikmenn ætíð fá að halda áfram keppni séu þeir 10 höggum eða minna á eftir þeim keppanda, sem er í 1. sæti. Í kvennaflokki er fækkað með sama hætti í 18 eftir 36 holu leik.
Keppendur eru ræstir út frá kl. 7:30-15:30 fimmtudag og föstudag og frá kl. 7:30-13:30 laugardag og sunnudag. Ræst verður út af 1. teig með 10 mínútna millibili. Á 1. og 2. keppnisdegi er keppendum raðað út á rástíma með tilviljunarkenndum úrdrætti, en að loknum niðurskurði ræður skor niðurröðun keppenda.
Verðlaun í Íslandsmótinu í höggleik eru þau sömu fyrir karla- og kvennaflokk þ.e. gjafabréf að andvirði 80.000,- fyrir fyrsta sæti, 40.000,- fyrir annað sæti og 20.000 fyrir þriðjasæti og 10.000 fyrir 4.-5. sæti.
Golf 1 hvetur alla til að koma á Hellu og fylgjast með stærsta móti landsins í golfi – Íslandsmótinu í höggleik!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024