Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2012 | 11:15

Í dag hófst Evian Masters mótið í Frakklandi – Hee Young Park leiðir snemma dags

Í morgun hófst Evian Masters mótið í Evían-les-Bains, í Frakklandi. Búið er að samþykkja að mótið verði 5. risamót kvennagolfsins frá og með næsta ári.

Snemma dags er það það Hee Young Park frá Suður-Kóreu, sem hefir forystuna, en margar eiga eftir að ljúka leik.  Hee Young spilaði á 65 glæsihöggum – fékk 8 fugla og 1 skolla.  Sérlega glæsilegt var spil hennar á 5.-9. holu, en þar fékk Park 5 fugla í röð!

Til þess að fylgjast með gangi mála á Evian Masters SMELLIÐ HÉR: