Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2012 | 13:00

Hver er kylfingurinn: Ernie Els (5. grein af 7)

Árin 2006–2012: Upp úr lægð og 4. risamótstitillinn

Í byrjun ársins 2007 var Ernie Els með þriggja ára áætlun til þess að skora Tiger Woods á hólm sem nr. 1 í heiminum. „Ég lít á árið 2007 sem upphaf 3 ára áætlunar þar sem ég helga mig gjörsamlega að nýju að leiknum,” sagði Ernie á opinberri heimasíðu sinni.

Þegar aðeins munaði 2 höggum að hann kæmist í gegnum niðurskurð 2007 á Masters, lauk Ernie Els tímabili sem markað var af því að hann hafði náð niðurskurði í 46 mótum í Bandaríkjunum og hófst á The Players Championship og eins hafði hann náð niðurskurði á 82 mótum á Evróputúrnum, en það hófst með sigri hans 2000 á Johnnie Walker Classic.

Els er oft borinn saman við Greg Norman þ.e. hvað varðar það að hægt er að líta á feril beggja og velta því fyrir sér hvað hefði getað orðið. Jafnvel þó báðir þeirra hafi sigrað á fleiri en einu risamóti hafa þeir átt sín augnablik vonbrigða á risamótunum líka. Ástæður vonbrigða þeirra hafa verið allt frá því að þeir voru of stressaðir, voru óheppnir eða einhver var einfaldlega betri. Árið 1996 var árið þegar leikur Norman hrundi á Masters og Els á PGA Championship. Els hefir 6 sinnum verið í 2. sæti á risamótum og sérstaklega í keppnum við Tiger Woods. Ernie hefir orðið í 2. sæti á eftir Tiger oftar en nokkur kylfingur og hefir oft verið lýst þannig að hann sé kylfingurinn sem komist næstur því að sigra Tiger í risamótum.

Þann 2. mars 2008 vann Ernie Els Honda Classic sem fram fór á PGA National Championship golfvellinum í Palm Beach Gardens í Flórída.

Els var á 67 höggum í erfiðum vindasömum aðstæðum, sem var nóg til þess að hann vann með 1 höggs mun yfir Luke Donald. Með sigrinum lauk 3 1/2 ára löngu tímabili vinningsleysis á PGA Tour fyrir Els. Þetta var 16. sigur hans á ferlinum.

Þann 8. apríl 2008 tilkynnti Els opinberlega að hann væri að skipta um sveifluþjálfa frá David Leadbetter (sem Els hafði unnið með frá árinu 1990) yfir í Butch Harmon, sem hafði hleypt lífi í sveiflur margra atvinnumanna (þ.á.m. Greg Norman). Á blaðamannafundi Els fyrir Masters 2008 sagði hann að breytingin væri gerð til þess að gera sveifluna þéttari og stytta seifluna og fá nýja sýn á hlutina.

Þann 8. nóvember 2009 lauk Els næstum áralöngu lægð sinni með því að jafna vallarmetið á 9 undir pari, 63 höggum á lokahring WGC-HSBC Champions og lauk keppni á 16 undir pari, 272 hggum, höggi á eftir Phil Mickelson, sem lauk keppni á 17 undir pari, 271 höggi, þ.m.t. lokahringurinn upp á 3 undir pari, 69 höggum.

Ernie Els lauk tímabili vinningsleysi með því að sigra á WGC-CA Championship í Doral 2010 og vann þar með með landa sinn Charl Schwartzel með 4 höggum.

Þetta var 2. WGC titill Ernie Els. Með sigrinum fór Els fram úr Colin Montgomerie og leiddi á peningalista Evrópumótaraðarinnar. Els vann síðan Arnold Palmer Invitational í Bay Hill 2 vikum síðar. Þetta var 18. PGA Tour sigur hans og 2. sigurinn í jafnmörgum mótum sem hann tók þátt í.

Ernie hélt uppteknum hætti árangurs á árinu 2010 með því að verða T-3 á US Open 2010 á Pebble Beach Golf Links. Hann varð í 2. sæti árið 2000 þegar mótið fór fram á Pebble Beach.

Síðan sigraði hann í PGA Grand Slam og Golf 2010. Eftir að hafa hafið þessa 36 holu keppni á 68 höggum þá stóðst hann atlögu David Toms að titlinum og lauk keppni á 69 höggum og vann mótið með einu höggi og hlaut auk þess $600,000. Í desember 2010 vann Els síðan South African Open, þar sem hann vann Retief Goosen, landa sinn, með 1 höggi.

Els átti slakt tímabil 2011 og féll úr topp-50 á heimslistanum í fyrsta sinn frá árinu 1993.

Hann hóf keppnistímabilið í ár, 2012 með sigri heima fyrir í Suður-Afríku á Volvo Golf Champions þar sem hann varð T-2, eftir að hann og Retief Goosen töpuðu fyrir  ungum landa sínum, Branden Grace. Els og Goosen náðu aðeins pari á fyrstu holu bráðabana meðan Grace tvípúttaði á par-5 flötinni fyrir fugli og sigri. Els var næst meðal hinna sigurstranglegu í Transition Championship þar sem hann varð að sigra til þess að hljóta farmiða á Masters mótið. Hann var í forystu mestallt mótið en tapaði á lokahringnum og var í raun í forystu allt til á 16. holu. En hann fékk skolla-skolla á síðustu tvær holurnar og missti 1 meters par-pútt á 18. til þess að komast í bráðabana. Luke Donald vann mótið eftir 4 manna bráðabana. Þetta varð til þess að han komst ekki á Masters þar sem hann var nr. 58 á heimslistanum en aðeins efstu 50 hljóta sjálfkrafa boð í mótið. Á Opna bandaríska missti Els naumlega af boðsmiða á the Masters 2013 með ksolla á 72. holu en hann varð einn í 9. sæti, sem var 9. topp-10 árangur hans á Opna bandaríska.

Mánuði síðar á Opna breska 2012 náði hann að setja niður fugl á 18. holu. Adam Scott sem búinn var að vera í forystu allt mótið, reyndar var hann 4 högg í forystu á 14. holu lokahringsins en fékk skolla á allar 4 síðustu holurnar og missti af því að komast í bráðabana við Ernie Els. Fyrir sigurinn á Opna breska 2012 hlaut Ernie $1,405,890 í sigurlaun og meðal annarra aukavinninga var 5 ára þátttökuboð á hin 3 risamótin. Els hefir nú sigrað 3 risamótum á 3 mismundandi áratugum og er í hópi bestu kylfinga allra tíma líkt og t.d. Gary Player, Jack Nicklaus, Lee Trevino og Billy Casper.

Heimild: Wikipedia