Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2012 | 16:45

Birgir Leifur á 2 undir pari eftir 12 holur á 1. degi Ecco Tour Championship

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, var meðal þeirra síðustu sem fóru út á 1. degi Ecco Tour Championship.

Eftir 12 holur er Birgir Leifur á 2 undir pari, fékk 3 fugla og 1 skolla. Sem stendur deilir hann 10. sætinu ásamt 9 öðrum.

Í 1. sæti, sem stendur, er Frakkinn François Delamontagne  á 6 undir pari, 66 höggum.

Nokkrir eiga þó eftir að ljúka leik og getur því staðan enn breyst.

Margt þekktra og sterkra kylfinga tekur þátt í mótinu auk Birgis Leifs, en margir hafa spilað um skeið á Evrópumótaröðinni.  Þ.á.m. er heimamaðurinn Andreas Hartö; Mark Tullo frá Chile; Skotinn Lloyd Saltman; Spánverjarnir  Alvaro Velasco; Pedro Oriol og Adrian Otaegui og Þjóðverjinn Bernd Ritthammer.

Fylgjast má með stöðunni á Ecco Tour Championship og Birgi Leif með því að SMELLA HÉR: