Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2012 | 08:45

Birgir Leifur hefur leik á Ecco Tour Championship kl. 12.30 í dag

Í dag hefst Ecco Tour Championship í boði Thomas Björn & Hessel, en mótið er hluti Áskorendamótaraðar Evrópu.

Klúbbhúsið í Stensballegaard Golf Klub í Danmörku.

Mótið fer fram dagana 15.-18. ágúst í Stensballegaard Golf Klub í Horsens á Jótlandi, um 40 mínútna akstur frá Árhúsum og um 140 km frá þýsku landamærunum. Til þess að komast á heimasíðu Stensballegaard Golf Klub SMELLIÐ HÉR: 

Í mótinu tekur þátt nýbakaður Íslandsmeistari í Sveitakeppni GSÍ í karlaflokki 1. deildar Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og fer hann út kl. 12:30 að íslenskum tíma í dag.

Golf 1 óskar Birgir Leif góðs gengis í Ecco Tour Championship!!!

Til þess að fylgjast með stöðunni á 1. degi á Ecco Tour Championship SMELLIÐ HÉR: