Hver er kylfingurinn: Ernie Els? (7. grein af 7)
Í kvöld er komið að lokagreininni um einn ástsælasta kylfing okkar tíma, manninn með mjúku sveifluna: Ernie Els: Starfsemi í tengslum við einhverfu Frá því að sonur Els greindist með einhverfu hafa hann og eiginkona hans verið virk í góðgerðarstarfsemi í þágu þeirrar veiki. Afskipti hjónanna jókst eftir því sem Ben náði skólaaldri. Árið 2009, fór Ernie Els af stað með góðgerðargolfmót, the Els for Autism Pro-Am, sem fram fer ár hvert á PGA National Resort & Spa í Palm Beach Gardens nærri heimili Els í Suður-Flórída. Í fyrsta mótinu, sem haldið var og þátt tóku fjölmargir kylfingar af PGA Tour og Champions Tour, söfnuðust $725,000 fyrir The Renaissance Learning Lesa meira
Það að David Lynn sleppti að spila í Wyndham mótinu kostar hann e.t.v. sæti í Ryder Cup
David Lynn varð í 2. sæti á PGA Championship, 4. og síðasta risamóti ársins 2012. Hann spilaði hins vegar ekki á Wyndham Championship og það kynni að reynast honum dýrkeypt. Spánverjinn Sergio Garcia, sem sigraði í mótinu „sparkaði nefnilega Lynn út“ úr Ryder Cup liði Evrópu. Jafnvel þótt David Lynn spili í síðasta mótinu sem veitir Ryder Cup stig og jafnvel sigri í þá er óvíst hvort það dugi til að tryggja honum sæti í liðinu. „Það lítur út fyrir að ég hafi gert mistök – ég hefði átt að spila í (Wyndham) mótinu,“ sagði Lynn, sem er 38 ára. Fjarlægur möguleiki er síðan að fyrirliði evrópska Ryder Cup liðsins, Lesa meira
Steven Fox sigraði á US Amateur 2012
Það var hinn 21 ára Steven Fox frá Henderson, Tennessee, sem sigraði US Amateur í ár í spennandi viðureign (sem fór í bráðabana) við Michael Weaver, 21 árs háskólanema við University of California. Leikurinn vannst á 37. holu lokadaginn í holukeppni. US Amateur fer þannig fram að fyrst er spilaður höggleikur og komast 64 áfram gegnum niðurskurð eftir 2 spilaða hringi. Fox var T-51 eftir 1. dag og aldrei hefir kylfingur svo neðarlega á skortöflunni sigrað mótið fyrr en nú. Til þess að sjá úrslit í US Amateur eftir 2 hringi höggleiks SMELLIÐ HÉR: Eftir höggeikinn tekur við holukeppni 64 kylfinga og aðeins 1 sem stendur uppi í lok móts, en Lesa meira
EPD: Stefán Már varð í 42. sæti á golfspielen.de Open
Stefán Már Stefánsson, GR, hefir undanfarna 3 daga keppt á golfspielen.de Open, en mótið er hluti þýsku EPD-mótaraðarinnar. Mótið fór fram í Golfclub Augsburg, í bæ með því skondna nafni Bobingen-Burgwalden. Stefán Már lauk keppni í dag á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (73 76 74). Birgir Guðjónsson, GR, sem líka tók þátt í mótinu komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Það var hinn þýski Christoph Günther sem sigraði í mótinu á samtals 7 undir pari, 209 höggum (72 69 68). Til þess að sjá úrslitin í mótinu SMELLIÐ HÉR:
Sveitakeppni eldri kylfinga: GA-ingar eru Íslandsmeistarar í 1. deild eldri karla
Sveitakeppni eldri kylfinga fór fram s.l. helgi. Sveitir í fyrstu deild karla eldri kylfinga spiluðu Selsvöll að Flúðum. Það er Golfklúbbur Akureyrar, sem er Íslandsmeistari í sveitakeppni 1. flokks eldri kylfinga í karlaflokki 2012!!! Í gull-sveit Íslandsmeistara GA-inga í sveitakeppni GSÍ 2012 – 1. flokki eldri karla eru þeir: Bjarni Ásmundsson, Björgvin Þorsteinsson, Hafberg Svansson, Haraldur Júlíusson, Sigurður H. Ringsted, Viðar Þorsteinsson, Þórhallur Pálsson og Þórir V. Þórisson. Sveit GA sigraði sveit GR í hörkuspennandi úrslitaleik um 1. sætið og Íslandsmeistaratitilinn. Leikar fóru svo að sveit GA vann 3-2. Leikir GA sem unnust voru fjórmenningurinn þar sem Sigurður H. Ringsted og Bjarni Ásmundsson unnu Hörð Sigurðsson og Rúnar S. Gíslason, í GR Lesa meira
Siglfirðingamótið á höfuðborgarsvæðinu fer fram á Hvaleyrinni sunnudaginn 26. ágúst n.k. – Takið daginn frá!!!
Siglfirðingamótið í golfi verður haldið á Hvaleyrinni (Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði) sunnudaginn 26. ágúst n.k. Rástímar áttu að vera frá kl 8 – 10, en búið er að bæta við rástímum, vegna góðrar þátttöku. Endilega takið daginn frá, skráning á golf.is
Fyrst tökum við Augusta …. síðan R&A!
Eins og Golf 1 greindi frá í gær bárust þær óvæntu gleðifréttir frá Georgía í Bandaríkjunum s.l. mánudag, 20. ágúst 2012 að tveimur konum þeim Condoleezzu Rice og Dörlu Moore hefði verið boðið að gerast meðlimir í Augusta National – sem þær þáðu. Flestir kannast við lag Leonard Cohen – First we take Manahattan… then we take Berlin. Fyrir þá sem ekki þekkja það SMELLIÐ HÉR: Á sama hátt má segja að krafan sé að Augusta National sé aðeins byrjunin …. the Royal and Ancient Golf Club vagga golfíþróttarinnar í Skotlandi, þar sem eru 2400 meðlimir… allt karlar og engum konum heimil innganga, sé næst á dagskrá. Margir golfklúbbar heimila Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jarrod Lyle – 21. ágúst 2012
Afmæliskylfingur dagsins er ástralski kylfingurinn Jarrod Lyle. Hann fæddist 21. ágúst 1981 og er því 31 árs. Hann spilaði á PGA Tour SMELLA HÉR: og komst í fréttirnar á síðasta ári vegna þess að þá átti hann eitt fallegasta höggið á túrnum (ás); Sjá um það með þvi að SMELLA HÉR: Hann gifti sig jólin 2011. Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: og snemma á þessu ári eignaðist hann síðan sitt fyrsta barn en stuttu síðar greindist hann með hvítblæði. Það kom aftur í veg fyrir að hann gæti spilað á PGA Tour sem hann var þá nýfarinn að spila á. Golf 1 skrifaði grein um Lesa meira
Lee Westwood ræður Tony Johnstone sem nýjan þjálfara í stutta spilinu hjá sér
Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Lee Westwood hefir ráðið Tony Johnstone, sem nýjan þjálfara í stutta spilinu hjá sér. Hinn 39 ára Westwood sagði skilið við þjálfara sinn til lengri tíma Pete Cowen og einnig kylfubera sinn Mike Waite, sem búinn var að vinna í stuttan tíma hjá Lee eftir að hann komst ekki í gegnum niðurskurð á PGA Championship risamótinu í síðustu viku. Það að honum mistókst að sigra á Kiawah Island þýðir að hann hefir spilað í 59 risamótum án þess að sigra og eins hefir formið sem hann er í orðið til þess að hann er dottinn niður í 4. sætið á heimslistanum. Umboðsmaður Westwood „Chubby“ Chandler viðurkenndi Lesa meira
Barack Obama, Tiger Woods o.fl. fagna því að konur geti gerst meðlimir að Augusta National
Talsmaður Hvíta Hússins, Jay Carney sagði að Barack Obama, forseti fagnaði því að Augusta National hefði opnað dyr sínar fyrir konur… þannig að þær væru teknar sem inn sem félagar, en konum hefir í lengri tíma verið heimilt að spila hring í fylgd karlmanns á Augusta. „Ég hugsa að þið munið eftir því þegar ég var spurður um afstöðu forsetans rétt fyrir Masters í vor…. þá talaði ég við forsetann og svar hans var ljóst: „það ætti að heimila konum að gerast félagar,“ sagði Carney. Golf 1 birti á sínum tíma frétt þar um og myndskeið sem sjá má með því að SMELLA HÉR: „Hann (Obama) fagnar þessari þróun og Lesa meira










