Sergio Garcia aftur meðal topp 20 á heimslistanum eftir sigurinn á Wyndham Championship
Sergio Garcia fór úr 29. sætinu í það 17. á heimslistanum eftir sigur sinn í Wyndham Championship í Bandaríkjunum. Garcia spilaði lokahringinn á frábærum 66 höggum í Sedgefield Country Club og tryggði fyrsta sigur sinn á PGA Tour í 4 ár eða frá árinu 2008. Við sigurinn hlaut hann líka sæti í Ryder Cup liði Evrópu. Allir fremstu kylfingar heims taka þátt í FedEx Cup umspilinu í þessari viku – The Barclays í Bethpage State Park í New York og hefjast leikar að venju n.k. fimmtudag. Efstu 20 á heimslistanum þessa vikuna eru eftirfarandi kylfingar: 1 Rory McIlroy 10.42 pkt. , 2 Luke Donald 9.61, 3 Tiger Woods 8.63, 4 Lee Lesa meira
Að konur fái að gerast meðlimir í Augusta National er m.a. sigur Mörthu Burk!!!
Martha Burk fæddist 18. október 1941 og verður því 70 ára í haust. Betri afmælisgjöf en að konur fái aðild að Augusta National er varla hægt að hugsa sér til handa Burk. En hver í ósköpunum er Martha Burk kunna einhverjir að spyrja? Martha er bandarískur sálfræðingur, femínisti og fyrrum formaður heildarsamtaka kvenréttindafélaga í Bandaríkjunum (ens: the National Council of Women’s Organizations). Hún er þekktust fyrir að hafa staðið í stríði við fyrrum framkvæmdastjóra Augusta National Golf Club, William „Hootie“ Johnson um hvort leyfa ætti konum að gerast meðlimir í Augusta National. Burk hélt því fram að það að halda the Masters mótið í klúbb þar sem eingöngu karlar gætu gerst Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Darla Moore?
Darla Moore er önnur af tveimur fyrstu konunum, til að hljóta félagsaðild að Augusta National golfklúbbnum. Minni sögum fer af forgjöf hennar – hún virðist ekki hafa neina, a.m.k. hefir engum fjölmiðli tekist að hafa upp á hver forgjöf Dörlu Moore er. Spurning hvort hún gefi sér yfirleitt tíma í golf? Á hinn bóginn er það að rífa niður kynjamúra er ekkert nýtt fyrir Moore. Hún er vön því að vera eina stelpan í allskyns strákaklúbbum, en hún er varaforseti eins af stærstu fjárfestingarfyrirtækjum Bandaríkjanna. Árið 1997 var hún fyrsta konan til þess að vera forsíðufrétt í tímaritinu Fortune magazine og á tímabili var hún eina konan í stjórn University of South Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Condoleezza Rice?
Condoleezza Rice er fyrsta blökkukonan til þess að hljóta inngöngu í Augusta National golfklúbbinn, sem í 80 ár hefir meinað konum inngöngu og bannaði þar til fyrir tuttugu árum blökkumönnum félagsaðild að klúbbnum. Condoleezza brýtur því blað í sögunni í tvennum skilningi. Condoleezza Rice fæddist í Alabama 14. nóvember 1954 og er því 57 ára. Hún er dóttir John Wesley og Angelenu Rice. Condoleezza eða Condi eins og hún er oft nefnd finnst gaman að spila golf og er með forgjöf sem sveiflast þessa dagana á bilinu 13-14. Condoleeza hefir tekið þátt í fjölmörgum Pro-Am mótum og þykir liðtækur kylfingur. Sumir telja Condoleezzu valdamestu blökkukonu Bandaríkjanna. Hún var fyrsta konan Lesa meira
Condoleezza Rice og Darla Moore fyrstu konurnar til að hljóta inngöngu í Augusta!!!
Munið hvaða golffréttamiðill á Íslandi birti þessa frétt fyrstur allra…. Golf 1. Sagan þ.á.m. golfsagan er skrifuð á hverjum degi. Sjaldan hefir verið jafnmikið tilefni til að fagna og nú í dag. A.m.k. er þetta mikill gleðidagur allra jafnréttissinnaðra kylfinga. Nú í nótt að íslenskum tíma bárust þær gleðifregnir frá Bandaríkjunum að fyrstu konunum hefði verið heimiluð innganga og félagsaðild að Augusta National. Fyrst um sinn hefir tveimur konum verið boðin innganga: fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna Condoleezzu Rice og banka-og fjármálajöfrinum Dörlu Moore. Nú verður því hægt að horfa á the Masters í fölskvalausri gleði en ekki með römmu hjábragði misréttis og óréttlætis. Er þetta 80 árum of seint? Það er Lesa meira
Sveitakeppni eldri kylfinga: „Strákarnir í Sandgerði“ Íslandsmeistarar í 2. deild eldri karla – spila í 1. deild að ári!!! – myndasería
Keppni í 2. deild fór fram í Stykkishólmi og þar sigraði sveit GSG í karlaflokki eftir hörkuleik við sveit GKG þar sem síðustu tvær viðureignirnar enduðu með bráðabana á 19. holu. Í þeim báðum höfðu Sandgerðingarnir Ásgeir Eiríksson og Erlingur Jónsson betur við andstæðinga sína í GKG þá Andrés I Guðmundsson og Tómas Jónsson. Ragnar Geir Hilmarsson og Gunnar Árnason, GKG sigruðu þá Þorvald Kristleifsson og Skafta Þórisson, GSG sannfærandi í fjórmenningi 5&4 og Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri GSG tapaði sínum leik í tvímenningnum fyrir Hlöðveri Sigurgeiri Guðnasyni. Þetta voru einu vinningar GKG en fimmti leikurinn, viðureign Helga Hólm, GSG og Kjartans Guðjónssonar, GKG lauk 6&5. Því vann sveit GSG, sveit Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Garrett Philips – 20. ágúst 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Garrett Whitney Phillips. Hún fæddist í Houston, Texas 20. ágúst 1986 og er því 26 ára í dag. Garrett hefir spilað bæði á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour) og LPGA Futures Tour (nú Symetra Tour). Hún gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hún útskrifaðist frá University of Georgia, þar sem hún spilaði golf með háskólaliðinu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Góðir Landsmenn Álsey Ve (25 ára) Ólafur Bjarnason Sh (39 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli Lesa meira
PGA: Sergio Garcia sigraði í fyrsta sinn í 4 ár á Wyndham – hápunktar og högg 4. dags – viðtal
Það var Sergio Garcia sem stóð uppi sem sigurvegari á Wyndham Championship, sem fram hefir farið á golfvelli Sedgefield Country Club, í Greensboro, í Norður-Karólínu, nú um helgina. Þetta er fyrsti sigur Sergio Garcia á PGA Tour í 4 ár. Ekki tókst að ljúka mótinu í gær vegna mikilla rigninga, þannig að spila varð 4. hring í dag. Sergio Garcia spilaði á samtals 262 höggum (67 63 66 66) og hlaut að sigurlaunum $ 936.000 (u.þ.b. 120 milljónir íslenskra króna). Eftir sigurinn sagði Garcia m.a.: „ “Ég er stoltur af því hvernig ég spilaði í dag. Vonandi tryggir þetta mér sæti í Ryder Cup liðinu.” Tim Clark frá Suður-Afríku varð í Lesa meira
GVS: Ingibjörg og Karen Sævars sigruðu í Artdeco mótinu
Í gær fór fram hið árlega og sívinsæla Artdeco mót, styrkt af umboðsaðilum samnefndra snyrtivara. Leikfyrirkomulag var punktakeppni og veitt verðlaun fyrir 6 efstu sæti auk 1 verðlauna fyrir besta skor. Alls voru 89 konur skráðar í mótið, sem nutu þess að spila golf í góðum félagsskap og á skemmtilegum Kálfatjarnarvellinum. Höfðu margar á orði að völlurinn, þótt stuttur væri, væri erfiður vegna þess að spilað var á vallarforgjöf sem er heilum 4 lægri en venjuleg forgjöf og finnst mörgum vallarmatið á Kálfatjarnarvelli þannig að erfitt er að spila völlinn og skora vel. A.m.k. er erfitt að lækka í forgjöf á vellinum, sem endurspeglast í skori keppenda. Verðlaun í mótinu Lesa meira
LPGA: Mika Miyazato sigraði á Safeway Classic
Það var japanska stúlkan Mika Miyazato sem vann fyrsta sigur sinn á árinu á LPGA í gær þegar hún bara sigurorð af keppinautum sínum í Safeway Classic mótinu á Ghost Creek golfvellinum í Pumpkin Ridge golfklúbbnum, North Plains í Oregon. Mika spilaði hringina 3 á samtals 13 undir pari (65 68 70) og átti 2 högg á þær sem komu í 2. sæti þær Brittany Lincicome og Inbee Park. Fyrir sigur sinn hlaut Mika $ 225.000,- (u.þ.b. 27 milljónir íslenskra króna). Fjórða sætinu deildu þær Cristie Kerr, So Yeon Ryu og Haeji Kang á 10 undir pari. Til þess að sjá úrslitin á Safeway Classic SMELLIÐ HÉR:










