Lee Westwood ræður Tony Johnstone sem nýjan þjálfara í stutta spilinu hjá sér
Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Lee Westwood hefir ráðið Tony Johnstone, sem nýjan þjálfara í stutta spilinu hjá sér.
Hinn 39 ára Westwood sagði skilið við þjálfara sinn til lengri tíma Pete Cowen og einnig kylfubera sinn Mike Waite, sem búinn var að vinna í stuttan tíma hjá Lee eftir að hann komst ekki í gegnum niðurskurð á PGA Championship risamótinu í síðustu viku.
Það að honum mistókst að sigra á Kiawah Island þýðir að hann hefir spilað í 59 risamótum án þess að sigra og eins hefir formið sem hann er í orðið til þess að hann er dottinn niður í 4. sætið á heimslistanum.
Umboðsmaður Westwood „Chubby“ Chandler viðurkenndi að skjólstæðingur sinn „yrði að hrista upp í málunum hjá sér þar sem hann hefði tapað einbeitingu og áhuga vegna þess að hann var ekki að sjá árangur erfiðis í langa leik sínum.“
Eftir viku vangaveltna var gefið út að Westwood myndi fara að þjálfa með Tony Johnstone frá Zimbabwe.
„Ég hef alltaf verið aðdáandi Westy,“ var haft eftir Johnstone í golfdigestcanada. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hefir það alltaf farið í taugarnar á mér að hann skuli ekki hafa sigrað á risamótum vegna stutta spils hans.“
Einn af þeim sem telur að Westwood-Johnstone samstarfið muni enda í risamótstitli er Nick Price.
„Þetta er vitur ákvörðun“ saðgi Price.„[Hann er mest] vanmetni kylfingurinn í stutta spilinu. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd og ég er viss um að hann muni hjálpa Lee mikið.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024