Ernie Els – Meistari Opna breska 2012
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2012 | 21:30

Hver er kylfingurinn: Ernie Els? (7. grein af 7)

Í kvöld er komið að lokagreininni um einn ástsælasta kylfing okkar tíma, manninn með mjúku sveifluna: Ernie Els:

Starfsemi í tengslum við einhverfu

Frá því að sonur Els greindist með einhverfu hafa hann og eiginkona hans verið virk í góðgerðarstarfsemi í þágu þeirrar veiki. Afskipti hjónanna jókst eftir því sem Ben náði skólaaldri. Árið 2009, fór Ernie Els af stað með góðgerðargolfmót, the Els for Autism Pro-Am, sem fram fer ár hvert á PGA National Resort & Spa í Palm Beach Gardens nærri heimili Els í Suður-Flórída. Í fyrsta mótinu, sem haldið var og þátt tóku fjölmargir kylfingar af PGA Tour og Champions Tour, söfnuðust $725,000 fyrir  The Renaissance Learning Center sem er stofnun án hagnaðar (ens. non profit) á svæðinu sem vinnur í þágu einhverfra barna. Hjónin hafa líka stofnað the Els Center of Excellence, sem hóf byggingu íbúða fyrir nemendur skólans, en hefir síðan stækkað í $30 milljóna áætlun að sameina skólan og rannsóknarstöð á sjúkdómnum.

Haft eftir Ernie Els

Ernie Els um tæknilega hlið sína sem kylfings: 

„ Ég hef aldrei verið mjög tæknilegur leikmaður. Ég flækist ekki í sveiflustöðum og tækni. Þegar ég vinn í sveiflu minni …. lít ég til þess hvernig tilfinningin er. Maður nær betri niðurstöðum – og oft meiri lengd – ef maður sveiflar bara með 80% áreynslu. Það er allskonar fólk sem segir mér að ég sé með bestu sveiflu í heimi, hún sé falleg og áreynslulaus. En ég veit þegar það er ekki rétt.

Golf Digest hafði eftirfarandi eftir Els um einhverfu sonar hans:  

„Þetta hefir verið svolítil áskorun…. Þetta er svo nýtt fyrir öllum og mikið af fólki hefir ólíkar hugmyndir. Eftir að hafa hitt næstum alla í heiminum, þá ákvað ég að fara þá leið sem við völdum. Eins og hver önnur fjölskylda, segi ég ykkur að þetta er ekki létt. Þetta er gjörbreyting á lífinu og breyting á forgangsröðun. Maður verður að vera undirbúin. Og það gerist oftar. Ég vissi aldrei um þetta, hugsaði aldrei um þetta, þar til allt í einu það dettur í kjöltu manns.

Hér að lokum þessara 7 greina, greinaflokks um einn af bestu kylfingum heims, Ernie Els, er ekki úr leið að telja upp sigra hans sem áhugamanns og atvinnumanns á PGA mótaröðinni en það eru 19 af 64 sigrum Ernie Els í allt.

 

Sigrar Ernie Els sem áhugamanns(4)

▪ 1984 World Junior Golf Championships (Strákar 13–14 ára)

▪ 1986 South African Boys Championship, South African Amateur Championship

▪ 1989 South African Amateur Stroke Play Championship

 

Sigrar Ernie Els sem atvinnumanns (65)

Sigrar á PGA Tour (19)

1. mót 20. júní 1994 US Open, sigraði á 5 undir pari (69-71-66-73-74=279) eftir bráðabana við Colin Montgomerie og Loren Roberts.

2. mót 14. maí 1995 GTE Byron Nelson Classic, á 17 undir pari  (69-61-65-68=263) átti 3 högg á þá Robin Freeman, Mike Heinen og DA Weibring.

3. mót 9. júní 1996, Buick Classic, sigraði á 13 undir pari (65-66-69-71=271) og átti 8 högg á þá Steve Elkington, Tom Lehman, Jeff Maggert og Craig Parry.

4. mót 15. júní 1997, US Open, sigraði á 4 undir pari (71-67-69-69=276) og átti 1 högg á Colin Montgomerie.

5. mót 22. júní 1997, Buick Classic, sigraði á 14 undir pari  (64-68-67-69=268) og átti 2 hög á Jeff Maggert.

6. mót 22. mars 1998, Bay Hill Invitational, sigraði á 14 undir pari (67-69-65-73=274) og átti 4 högg á Bob Estes og Jeff Maggert.

7. mót 21. febrúar 1999, Nissan Open, sigraði á 14 undir pari (68-66-68-68=270) og átti 8. mót 6. ágúst 2000, The International, sigraði á 48 punktum  (15-19-6-8=48) og átti 4 punkta á Phil Mickelson.

9. mót 3. mars 2002, Genuity Championahip, sigraði á 17 undir pari (66-67-66-72=271) 10. mót 21. júlí 2002, The Open Championship, sigraði á 6 undir pari (70-66-72-70=278) eftir bráðabana við Stuart Appleby, Steve Elkington og Thomas Levet.

11. mót 12. janúar 2003, Mercedes Championships, sigraði á 31 undir pari (64-65-65-67=261)átti 8 högg á KJ Choi og Rocco Mediate.

12. mót 19. janúar 2003, Sony Open in Hawaii, sigraði á 16 undir pari (66-65-66-67=264) eftir bráðabana við Aaron Baddeley.

13. mót 18. janúar 2004, Sony Open í Hawaii, sigraði á 18 undir pari (67-64-66-65=262) eftir bráðabana við Harrison Frazar.

14. mót 6. júní 2004, Memorial Tournament, sigraði á 18 undir pari (68-70-66-66=270) og átti 4 högg á Fred Couples.

15. mót 3. október 2004, American Express Championship, sigraði á 18 undir pari (69-64-68-69=270) og átti 1 högg á Thomas Björn.

16. mót 2. mars 2008, Honda Classic, sigraði á 6 undir pari  (67-70-70-67=274) og átti eitt högg á Luke Donald.

17. mót 14. mars 2010, WGC-CA Championship, sigraði á 18 undir pari (68-66-70-66=270) og átti 4 högg á Charl Schwartzel.

18. mót 29. mars 2010, Arnold Palmer Invitational, sigraði á 11 undir pari (68-69-69-71=277) og átti 2 högg á Edoardo Molinari og Kevin Na.

19. mót 22. júlí 2012, Opna breska, sigraði á 7 undir pari (67-70-68-68=273) og átti 1 högg á Adam Scott.

Heimild: Wikipedia