Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2012 | 17:00

EPD: Stefán Már varð í 42. sæti á golfspielen.de Open

Stefán Már Stefánsson, GR, hefir undanfarna 3 daga keppt á golfspielen.de Open, en mótið er hluti þýsku EPD-mótaraðarinnar.

Mótið fór fram í Golfclub Augsburg, í bæ með því skondna nafni Bobingen-Burgwalden.

Stefán Már lauk keppni í dag á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (73 76 74).

Birgir Guðjónsson, GR, sem líka tók þátt í mótinu komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Það var hinn þýski  Christoph Günther sem sigraði í mótinu á samtals 7 undir pari, 209 höggum  (72 69 68).

Christoph Günther. Mynd: EPD

Til þess að sjá úrslitin í mótinu SMELLIÐ HÉR: