Frá „vöggu golfíþróttarinnar“ St. Andrews uppáhaldsgolfvelli Ómars Péturssonar, GHD, erlendis.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2012 | 08:00

Fyrst tökum við Augusta …. síðan R&A!

Eins og Golf 1 greindi frá í gær bárust þær óvæntu gleðifréttir frá Georgía í Bandaríkjunum s.l. mánudag, 20. ágúst 2012 að tveimur konum þeim Condoleezzu Rice og Dörlu Moore hefði verið boðið að gerast meðlimir í Augusta National  – sem þær þáðu.

Flestir kannast við lag Leonard Cohen – First we take Manahattan… then we take Berlin. Fyrir þá sem ekki þekkja það SMELLIÐ HÉR: 

Á sama hátt má segja að krafan sé að Augusta National sé aðeins byrjunin …. the Royal and Ancient Golf Club vagga golfíþróttarinnar í Skotlandi, þar sem eru 2400 meðlimir… allt karlar og engum konum heimil innganga, sé næst á dagskrá.

Margir golfklúbbar heimila aðeins körlum aðild… en gera verður þá lágmarkskröfu nú til dags að klúbbar sem eru í forsvari fyrir golfíþróttina séu jafnréttissinnaðri nú á 21. öldinni.  Í slíkum höfuðvígum golfsins ætti engin mismunun að grassera. Allir golfklúbbar sem vilja teljast með fínni golfklúbbum ættu síðan að taka þá til fyrirmyndar.

Karlaklúbburinn í Muirfield, þar sem halda á Opna breska á næsta ári, mætti t.a.m. líta sér nær.

Peter Dawson, framkvæmdastjóri R&A getur ekki liðið vel með þetta – hann getur ekki verið minni maður en félagi hans Billy Payne, framkvæmdastjóri Augusta National, sem búinn er að rita nafn sitt í sögubækurnar!!!

Fyrst tökum við Augusta ….. síðan R&A!!!