Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2012 | 20:45

Unglingamótaröð Arion banka (6): Anna Sólveig Snorradóttir sigraði í stúlknaflokki

Anna Sólveig Snorradóttir, GK, sigraði í stúlknaflokki á 6. og síðasta móti Unglingamótaraðar Arion banka 2012.  Hún lék á samtals 150 höggum (76 74).  Anna Sólveig sigraði nokkuð sannfærandi en hún átti 7 högg á á sem varð í 2. sæti Höllu Björk Ragnarsdóttur, GR, klúbbmeistara Golfklúbbs Halla Björk var á samtals 15 yfir pari, á 157 höggum (76 81). Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, var á samtals 19 yfir pair, samtals 161 höggi (82 79). Úrslit á 6. móti Unglingamótaraðar Arion banka voru eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 Alls Mismunur 1 Anna Sólveig Snorradóttir GK 4 F 36 38 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2012 | 20:15

Unglingamótaröð Arion banka (6): Ragnar Már Garðarsson sigraði í piltaflokki

Ragnar Már Garðarsson, GKG, sigraði í piltaflokki á 6. og síðasta móti Unglingamótaraðar Arion banka, sem fram fór á Urriðavelli nú um helgina.  Ragnar Már spilaði á samtals 8 yfir pari, 150 höggum (76 74). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Ragnari Má var Emil Þór Ragnarsson, GKG. Emil Þór lék á 9 yfir pari, 151 höggum (77 74). Í 3.-4. sæti urðu GK-ingarnir Benedikt Árni Harðarson og Ísak Jasonarson, báðir á 14 yfir pari, 156 höggum; Benedikt Árni (79 77) og Ísak (79 77). Úrslit í 6. móti Unglingamótaraðar Arion banka í piltaflokki voru eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2012 | 12:45

Martin Kaymer sá 10. í Ryderbikarslið Evrópu – José Maria Olázabal valdi Ian Poulter og Nicolas Colaerts í liðið líka

Nú liggur fyrir hverjir skipa Rydersbikarslið Evrópu. Það eru 5 efstu af heimslistanum og 5 efstu af peningalistanum. Martin Kaymer komst inn, ekki vegna stöðu sinnar á heimslistanum (Það eru þeir Rory McIlroy, Luke Donald, Lee Westwood, Justin Rose og Graeme McDowell sem komast eftir þeirri leið).  Martin Kaymer er dottinn niður í 27. sætið á heimslistanum og var lengi vel spurning hvort hann myndi ná inn. Eftir úrslit helgarinnar er ljóst að hann er einn af 5 efstu á peningalistanum og því er hann sá 10. og síðast inn í Ryderbikarsliðið. Þeir sem unnu áunnu sér sætin sín í Ryderbikarsliði Evrópu eru: Luke Donald Sergio Garcia Peter Hanson Martin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2012 | 12:00

Unglingamótaröð Arion banka (6): Saga Traustadóttir sigraði í stelpuflokki

Það var Saga Traustadóttir, GR, sem sigraði í stelpuflokki á 6. og síðasta móti Unglingamótaraðar Arion banka. Saga var á samtals 22 yfir pari og átti talsvert mörg högg á þá sem næst kom Þóru Kristínu Ragnarsdóttur í GK, eða alls 10 högg. Saga spilaði á 164 höggum (85 79) og Þóra Kristín á 174 höggum (94 80).  Saga og Þóra Kristín eru Íslandsmeistararnir árið 2012 í stelpuflokki; Saga í höggleik og Þóra Kristín í holukeppni. Í 3. sæti varð Eva Karen Björnsdóttir, GR,  á samtals 176 höggum (92 84). Úrslit í 6. og síðasta móti Unglingamótaraðar Arion banka í stelpuflokki urðu eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2012 | 11:45

Unglingamótaröð Arion banka (6): Eggert Kristján Kristmundsson sigraði í strákaflokki

Það var Eggert Kristján Kristmundsson, GR, sem sigraði í strákaflokki á 6. og síðasta móti Unglingamótaraðar Arion banka 2012, sem fram fór á Urriðavelli. Eggert Smári spilaði á samtals 6 yfir pari, 148 höggum (73 75) og var jafn Helga Snæ Björgvinssyni, GK (74 74) að loknum hefðbundnum 36 holum.  Það kom því til bráðabana milli þeirra beggja þar sem Eggert Kristján hafði betur. Í 3.-4. sæti urðu þeir Róbert Smári Jónsson, GS, (sem átti glæsihring upp á 1 undir par fyrri daginn) og Fannar Ingi Steingrímsson, GHG.  Báðir voru þeir Róbert Smári og Fannar Ingi á 7 yfir pari, 149 höggum; Róbert Smári (70 79) og Fannar Ingi (74 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2012 | 10:30

Unglingamótaröð Arion banka (6): Ragnhildur Kristinsdóttir vann telpnaflokkinn í Oddinum

Það var Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sem sigraði á 6. og síðasta móti Unglingamótaraðar Arion banka árið 2012, sem fram fór á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi.  Hún átti 4 högg á Söru Margréti Hinriksdóttur, GK, sem varð í 2. sæti. Ragnhildur spilaði samtals á 13 yfir pari og mun betur seinni daginn, var samtals á 155 höggum (81 74). Ragnhildur er búin að eiga gott tímabil í sumar, bæði í mótum hér heima og erlendis. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK, sem varð í 2. sæti, var á samtals 17 yfir pari 159 höggum  (81 78) og má segja að 1. sætið hafi runnið henni úr greipum seinni daginn en þær Ragnhildur voru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2012 | 06:00

PGA: Nick Watney vann The Barclays á Bethpage Black – hápunktar og högg 4. dags

Það var bandaríski kylfingurinn Nick Watney, sem sigraði á The Barclays mótinu og er því efstur á stigalista FedEx Cup, sem veitir honum mestu möguleika á að sigra 10 milljón dollara bónuspottinn, í lok FedExCup umspilsins á haustmótaröð PGA. Sveifluþjálfi Watney er sem kunnugt er Butch Harmon, fyrrum sveifluþjálfi Tiger, en hann hefir sagt það aðeins tímaspursmál hvenær Watney ynni stóra sigra, sem sannaðist í gær. Nick Watney var á 10 undir pari, 274 höggum (65 69 71 69) og átti 3 högg á þann sem næstur kom Brandt Snedeker, sem virkilega er búinn að eiga frábært ár. Þriðja sætinu deildu Sergio Garcia og Dustin Johnson á samtals 6 undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2012 | 05:00

LPGA: Lydia Ko vann sögulegan sigur á CN Canadian Women´s Open

Lydia Ko, frá Nýja-Sjálandi setti í gær nýtt aldursmet á LPGA, þ.e. varð yngst til að sigra mót á LPGA.  Fyrra metið er aðeins ársgamalt og það setti Lexi Thompson á Navistar LPGA Classic í Alabama 18. september á s.l. ári. Lexi var 16 ára 7 mánaða og 8 daga gömul þegar hún vann mótið. Lydia bætti það met um rúmt ár því hún var 15 ára, 4 mánaða og 2 daga þegar hún vann CN Canadian Women´s Open í gær. Eins er Ko fyrsti áhugamaðurinn til þess að sigra í móti LPGA frá því að JoAnne Carner sigraði árið 1969 á Burdine´s Invitational. „Að slá annað met og vera Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2012 | 22:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Daðey Guðmundsdóttir – 26. ágúst 2012

Það er Stefanía Daðey Guðmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagisns. Stefanía Daðey er fædd 26. ágúst 1997 og er því 15 ára í dag. Hún er í Golfklúbbi Akureyrar. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru Eiríkur Þór Hauksson, f. 26. ágúst 1975  (37 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2012 | 20:30

Unglingamótaröð Arion banka (6): Óðinn Þór Ríkharðsson á besta skori síðasta mótsins í ár – 67 glæsihögg!!!

Það er Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG sem var á besta skorinu á 6. og síðasta móti Unglingamótaraðar Arion banka, sem lauk á Urriðavelli í dag. Það voru 129, sem voru skráðir í mótið og 115 luku keppni. Óðinn Þór spilaði Urriðavöll á 4 undir pari, þ.e. 67 glæsilegum höggum!!! Óðinn fékk 7 fugla og 3 skolla á hringum en fuglarnir hans komu á 1.; 2.; 5.; 7.; 12.; 13. og 15. braut, en skollarnir á 10.; 17. og 18. braut. Samtals spilaði Óðinn Þór á 1 yfir pari, 143 höggum (76 67). Frábær árangur hjá Óðni Þór!!!! Reyndar voru það GKG-ingar sem vermdu öll efstu sætin í flokki 15-16 ára Lesa meira