Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2012 | 10:30

Unglingamótaröð Arion banka (6): Ragnhildur Kristinsdóttir vann telpnaflokkinn í Oddinum

Það var Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sem sigraði á 6. og síðasta móti Unglingamótaraðar Arion banka árið 2012, sem fram fór á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi.  Hún átti 4 högg á Söru Margréti Hinriksdóttur, GK, sem varð í 2. sæti. Ragnhildur spilaði samtals á 13 yfir pari og mun betur seinni daginn, var samtals á 155 höggum (81 74). Ragnhildur er búin að eiga gott tímabil í sumar, bæði í mótum hér heima og erlendis.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Mynd: helga66@smugmug.com

Sara Margrét Hinriksdóttir, GK, sem varð í 2. sæti, var á samtals 17 yfir pari 159 höggum  (81 78) og má segja að 1. sætið hafi runnið henni úr greipum seinni daginn en þær Ragnhildur voru hnífjafnar eftir fyrri dag.

Sara Margrét Hinriksdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Í 3. sæti varð síðan Gunnhildur Kristjándóttir, GKG, á samtals 22 yfir pari, 164 höggum (88 76). Gunnhildur er búin að eiga gott keppnistímabil í sumar er m.a. Íslandsmeistari í holukeppni í telpnaflokki.

Þessar framangreindar 3 eru svo sannarlega framtíðarkylfingar okkar í kvennaflokki!!!

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1

Úrslit í telpnaflokki á 6. og síðasta móti Unglingamótaraðar Arion banka 2012 eru eftirfarandi:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 Alls Mismunur
1 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 6 F 35 39 74 3 81 74 155 13
2 Sara Margrét Hinriksdóttir GK 8 F 38 40 78 7 81 78 159 17
3 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 8 F 37 39 76 5 88 76 164 22
4 Birta Dís Jónsdóttir GHD 12 F 40 44 84 13 88 84 172 30
5 Karen Ósk Kristjánsdóttir GR 14 F 40 51 91 20 86 91 177 35
6 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 14 F 43 47 90 19 93 90 183 41
7 Hanna María Jónsdóttir GK 15 F 42 47 89 18 96 89 185 43
8 Helga Kristín Einarsdóttir NK 13 F 44 45 89 18 99 89 188 46
9 Katrín Víðisdóttir GK 28 F 46 61 107 36 99 107 206 64
10 Ásthildur Lilja Stefánsdóttir GKG 21 F 45 56 101 30 110 101 211 69
11 Sigurlaug Rún JónsdóttirForföll GK 0