Martin Kaymer
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2012 | 12:45

Martin Kaymer sá 10. í Ryderbikarslið Evrópu – José Maria Olázabal valdi Ian Poulter og Nicolas Colaerts í liðið líka

Nú liggur fyrir hverjir skipa Rydersbikarslið Evrópu. Það eru 5 efstu af heimslistanum og 5 efstu af peningalistanum. Martin Kaymer komst inn, ekki vegna stöðu sinnar á heimslistanum (Það eru þeir Rory McIlroy, Luke Donald, Lee Westwood, Justin Rose og Graeme McDowell sem komast eftir þeirri leið).  Martin Kaymer er dottinn niður í 27. sætið á heimslistanum og var lengi vel spurning hvort hann myndi ná inn. Eftir úrslit helgarinnar er ljóst að hann er einn af 5 efstu á peningalistanum og því er hann sá 10. og síðast inn í Ryderbikarsliðið. Þeir sem unnu áunnu sér sætin sín í Ryderbikarsliði Evrópu eru:

Luke Donald
Sergio Garcia
Peter Hanson
Martin Kaymer
Paul Lawrie
Graeme McDowell
Rory McIlroy
Francesco Molinari
Justin Rose
Lee Westwood

Jafnframt valdi fyrirliði Ryderbikarsliðs Evrópu, José Maria Olázabal nú fyrr í morgun tvo kylfinga, þá Nicolas Colsaerts og Ian Poulter og þá er liðið fullskipað.