Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2012 | 12:00

Unglingamótaröð Arion banka (6): Saga Traustadóttir sigraði í stelpuflokki

Það var Saga Traustadóttir, GR, sem sigraði í stelpuflokki á 6. og síðasta móti Unglingamótaraðar Arion banka. Saga var á samtals 22 yfir pari og átti talsvert mörg högg á þá sem næst kom Þóru Kristínu Ragnarsdóttur í GK, eða alls 10 högg.

Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK. Mynd: Golf 1.

Saga spilaði á 164 höggum (85 79) og Þóra Kristín á 174 höggum (94 80).  Saga og Þóra Kristín eru Íslandsmeistararnir árið 2012 í stelpuflokki; Saga í höggleik og Þóra Kristín í holukeppni.

Í 3. sæti varð Eva Karen Björnsdóttir, GR,  á samtals 176 höggum (92 84).

Úrslit í 6. og síðasta móti Unglingamótaraðar Arion banka í stelpuflokki urðu eftirfarandi:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 Alls Mismunur
1 Saga Traustadóttir GR 12 F 37 42 79 8 85 79 164 22
2 Þóra Kristín Ragnarsdóttir GK 12 F 40 40 80 9 94 80 174 32
3 Eva Karen Björnsdóttir GR 14 F 41 43 84 13 92 84 176 34
4 Kristín María Þorsteinsdóttir GKJ 19 F 47 45 92 21 88 92 180 38
5 Laufey Jóna Jónsdóttir GS 16 F 42 50 92 21 89 92 181 39
6 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 17 F 49 43 92 21 90 92 182 40
7 Ólöf María Einarsdóttir GHD 18 F 45 55 100 29 84 100 184 42
8 Thelma Sveinsdóttir GK 16 F 43 47 90 19 95 90 185 43
9 Arna Rún Kristjánsdóttir GKJ 19 F 45 46 91 20 97 91 188 46
10 Sandra Ósk Sigurðardóttir GO 28 F 46 51 97 26 104 97 201 59
11 Harpa Líf Bjarkadóttir GK 20 F 44 63 107 36 98 107 205 63
12 Ólöf Agnes Arnardóttir GO 22 F 54 55 109 38 113 109 222 80
13 Hekla Sóley Arnarsdóttir GK 27 F 56 74 130 59 106 130 236 94