Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2012 | 07:00

Liselotte Neumann velur Anniku og Carin Koch sem varafyrirliða sína í Solheim Cup 2013

Fyrirliði liðs Evrópu í Solheim Cup,  Liselotte Neumann hefir valið  Anniku Sörenstam og Carin Koch, sem varafyrirliða sína fyrir kepnnina gegn liði Banaríkjanna sem fram fer 13.-18. ágúst 2013 í  Colorado Golf Club, í Parker, Colorado, í Bandaríkjunum. Sörenstam og Koch eru báðar frá Svíþjóð, þannig að Neumann valdi löndur sínar, en báðar eru varafyrirliðarnir jafnframt reynslumiklir og allar eru þær þrjár heimsklassa kylfingar og góðar vinkonur, með gífurlega leikreynslu úr fyrri Solheim Cup keppnum sem þær hafa samtals spilað 18 sinnum í. Annika og Carin Koch unnu t.a.m. í fjórbolta og fjórleik 2002 og síðan aftur í fjórleik 2003 í Solheim Cup. Liselotte Neumann, sem var í Solheim Cup Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2012 | 21:30

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (7. grein af 34): Esther Choe

Í kvöld verður fram haldið greinaflokki á kylfingum, sem fóru í gegnum Q-school 2012 í janúar s.l. á La Manga golfvellinum og hlutu kortin sín á Evrópumótaröð kvenna. Í kvöld verður stutt kynning á bandarísku stúlkunni Esther Choe, sem ásamt löndu sinni Dawn M. Shockley og Valentine S. Derry varð í 26. sæti í mótinu. Shockley og Derry verða kynntar hér á næstu dögum. Aðeins 30 efstu kylfingar komust áfram og spila á LET þetta árið. Sex kylfingar urðu jafnar í 29. sæti og urðu þær að keppa um síðustu tvö sætin þ.e. það 29. og 30. í bráðabana. Þessar 6 hafa þegar verið kynntar hér á Golf 1, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2012 | 20:20

Landslið Íslands fyrir HM í golfi valið

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari hefur valið samkvæmt afreksstefnu Golfsambandsins sex kylfinga til að leika fyrir Íslands hönd á HM karla og kvenna.  Heimsmeistaramótið verður haldið verður í Tyrklandi í haust en leikið verður á Gloria Golf Resort (Old og New course) í Antalya í Tyrklandi. HM kvenna Espirito Santo Trophy fer fram dagana 27.-30. september, liðið skipa þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR, stigalisti Eimskips-mótaraðarinnar,  Valdís Þóra Jónsdóttir GL, heimslisti áhugamanna og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, val landsliðsþjálfara. HM karla Eisenhower Trophy fer fram dagana 4.-7. október, liðið skipa þeir Haraldur Franklín Magnús GR, stigalisti Eimskipsmótaraðarinnar,  Axel Bóasson GK, heimslisti áhugamanna og  Rúnar Arnórsson GK, val landsliðsþjálfara.

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2012 | 20:00

Ian Poulter ánægður með að hafa verið valinn í Ryder Cup liðið

Ian Poulter létti mikið að José María Olazábal skyldi velja sig í Ryder Cup lið Evrópu, sem keppir í Medinah Country Club, í Illinois, í Bandaríkjunum 28.-30. september n.k..  Þetta verður í fjórða sinn sem Poulter tekur þátt. Hinn 36 ára Poulter spilaði í fyrsta sinn í Ryder Cup mótinu, sem fram fer annað hvert ár, árið 2004. Hann sagði eftir að ljóst var að hann og Belginn Nicolas Colsaerts hefðu verið valdir í liðið af fyrirliðanum, José María Olazábal: „Ég var ánægður að fá símhringinguna frá José og þetta var gríðarstórt augnalik; ég mun leika af ástríðu í Medinah og reyna að gera mitt besta eins og alltaf.“ „Ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2012 | 19:00

GR: Guðjón Petersen, Þorsteinn Guðmundsson, Rafn Stefán Rafnsson og Laufey Hauksdóttir sigruðu í Spanish Open

Spanish Open 2012 var haldið á Korpúlfsstaðavelli síðasta sunnudag, 26. ágúst 2012. Það voru 186 keppendur sem mættu til leiks í góða veðrið. Spiluð var punktakeppni í tveimur flokkum og veitt verðlaun fyrir besta skor og flesta punkta kvenna. Einungis var hægt að vinna verðlaun í einum flokki. Verðlaunin voru að venju vegleg. Mótið var haldið til styrktar Stefáni Má Stefánssyni, Ólafi Má Sigurðssyni, Þórði Rafn Gissurarsyni og Arnari Snæ Hákonarsyni, sem munu taka þátt í úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í haust. Í punktakeppni 0-14,9 sigraði Guðjón Petersen, Golfklúbbi Ásatúns á 41 punkti. Í flokki 15-28 sigraði Þorsteinn Guðmundsson,  á 39 punktum. Besta skor átti Rafn Stefán Rafnsson en hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2012 | 18:30

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Árelíuz – 28. ágúst 2012

Það er Jóhann Árelíuz, sem er afmæliskylfingur dagsins. Jóhann er fæddur 28. ágúst 1952 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Jóhanns til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Jóhann Árelíuz (60 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Joakim Haeggman 28. ágúst 1969 (43 ára) …. og …. Gísli Rafn Árnason (39 ára) Pétur Hrafnsson (46 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2012 | 13:25

Tvö ný mót á Evróputúrnum fara fram í Suður-Afríku: The Nelson Mandela Championship og Tshwane Open

Á næsta keppnistímabili, 2013, munu tvö ný mót Evrópumótaraðarinnar í samstarfi við Sólskinstúrinn fara fram í Suður-Afríku, eins og tilkynnt var fyrr í dag: þ.e. The Nelson Mandela Championship og The Tshwane Open. The Nelson Mandela Championship mun verða haldið í samstarfi við barnasjóð, sem fyrrum forseti Suður-Afríku kom á laggirnar og mun fara fram 6.-9. desember.  Hitt mótið, Tshwane Open er haldið frá 28. febrúar til 3. mars 2013. Verðlaunaféð á The Tshwane Open, sem fram fer í Els Club Copperleaf golfklúbbnum er 1.5 milljón evra  (u.þ.b. 250 milljónir íslenskra króna), auk þess sem sigurvegarinn fær 2 ára keppnisrétt á Evróputúrnum. Enn á eftir að ákveða hvert verðlaunaféð á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2012 | 12:45

Hver er kylfingurinn: Suzann Pettersen? (1. grein af 4)

Suzann Pettersen fæddist í Osló, 7. apríl 1981 og er norskur atvinnukylfingur. Hún spilar aðallega á LPGA en er líka á Evrópumótaröð kvenna. Hún hefir best náð þeim árangri að verða í 2. sæti á Rolex-heimslista kvenna. Áhugamannsferill Báðir foreldrar Suzann, Axel og Mona eru íþróttamenn. Suzann er fjarskyldur ættingi Gunerius Pettersen (1826-1892).  Hún átti mjög farsælan áhugamannsferil. T.a.m. arð hún í fimm skipti norskur meistari (1996-2000) og sigraði á British Girls Championship árið 1999. Hún var fulltrúi Noregs í Espirito Santo Trophy árin 1998 og 2000 og varð heimsmeistari annað skiptið  sem hún tók þátt. Eins var Suzann fulltrúi Noregs 1997 og 1999 í Junior Ryder Cup. Atvinnumannsferill 2001 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2012 | 09:00

Nokkrir hafa fundið golfkúlur í afmælisleik Hótel Sögu – enn margar golfkúlur dreifðar á golfvöllum landsins!

Kylfingar ættu að nýta góða veðrið til golfleiks sem nú er síðsumars og jafnframt hafa augun hjá sér. Afmælisgolfkúluleikur Hótel Sögu stendur sem hæst og enn margar golfkúlur sem eru ófundnar. Það getur jafnvel borgað sig að vera svolítið villtur og það að fara út af braut þarf ekkert að vera svo slæmt. Svona lítur golfkúla frá Hótel Sögu út sem veitir vinning: Golf 1 greindi frá golfkúlufundi Laufeyjar Sigurðardóttir, GO. Hún fann fyrsta golfboltann í afmælisleik Hótel Sögu í vinkvennamóti GO og GK. Sjá nánar með því að SMELLA HÉR:  Meðal annarra, sem fundið hafa golfbolta frá Hótel Sögu – Radison Blu eru eftirfarandi: Bragi Jónsson, GR. Hann fann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2012 | 22:00

Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2012

Það er Aldís Ósk Unnarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Aldís Ósk fæddist 27. ágúst 1997 og er því 15 ára í dag. Hún er í Golfklúbbi Sauðárkróks, Skagafirði (GSS). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kristinn Ágúst Friðfinnsson, 27. ágúst 1953 (59 ára), Rafn Hagan Steindórsson, 27. ágúst 1956 (56 ára); Don Pooley, 27. ágúst 1957 (55 ára);  Bernhard Langer, 27. ágúst 1957 (55 ára) Soffia K. Pitts, 27. ágúst 1958 (54 ára); Pat Gower, 27. ágúst 1968 (44 ára); Blake Adams 27. ágúst 1975 (37 ára); Hafdís Su 27. ágúst 1977 (35 ára);  Richard Sterne, 27. ágúst 1981 (31 árs);  Birdie Kim, 27. ágúst 1981 (31 árs);  Golf 1 óskar Lesa meira