Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2012 | 06:00

PGA: Nick Watney vann The Barclays á Bethpage Black – hápunktar og högg 4. dags

Það var bandaríski kylfingurinn Nick Watney, sem sigraði á The Barclays mótinu og er því efstur á stigalista FedEx Cup, sem veitir honum mestu möguleika á að sigra 10 milljón dollara bónuspottinn, í lok FedExCup umspilsins á haustmótaröð PGA.

Sveifluþjálfi Watney er sem kunnugt er Butch Harmon, fyrrum sveifluþjálfi Tiger, en hann hefir sagt það aðeins tímaspursmál hvenær Watney ynni stóra sigra, sem sannaðist í gær.

Nick Watney var á 10 undir pari, 274 höggum (65 69 71 69) og átti 3 högg á þann sem næstur kom Brandt Snedeker, sem virkilega er búinn að eiga frábært ár.

Þriðja sætinu deildu Sergio Garcia og Dustin Johnson á samtals 6 undir pari, hvor; Garcia (66 68 69 75) og Johnson (67 71 72 68).

Í 5. sæti á 5 undir pari voru síðan 3 kylfingar: Lee Westwood, Louis Oosthuizen og Kanadamaðurinn Graham DeLaet.

Pádraig Harrington sem gerði sig líklegan til stórræðna í upphafi mótsins, en hann var í forystu eftir 1. dag á 64 glæsihöggum lauk leik í gær á 68 höggum eftir fremur slappan millikafla (75 75) og deildi 19. sæti með 4 öðrum kylfingum.

Það var Rory sem hafði betur í viðureigninni McIlory/Woods en hann varð í 24. sæti meðan Tiger varð í 38. sæti en þar réði úrslitum arfaslakur leikur Tiger á lokahringnum upp á 76 högg meðan McIlroy spilaði á 72 höggum.

Til þess að sjá úrslitin á The Barclays SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá blaðamannafund með Nick Watney eftir sigur hans SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á The Barclays SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 4. dags á The Barclays, sem sigurvegarinn Nick Watney átti  SMELLIÐ HÉR: