
PGA: Nick Watney vann The Barclays á Bethpage Black – hápunktar og högg 4. dags
Það var bandaríski kylfingurinn Nick Watney, sem sigraði á The Barclays mótinu og er því efstur á stigalista FedEx Cup, sem veitir honum mestu möguleika á að sigra 10 milljón dollara bónuspottinn, í lok FedExCup umspilsins á haustmótaröð PGA.
Sveifluþjálfi Watney er sem kunnugt er Butch Harmon, fyrrum sveifluþjálfi Tiger, en hann hefir sagt það aðeins tímaspursmál hvenær Watney ynni stóra sigra, sem sannaðist í gær.
Nick Watney var á 10 undir pari, 274 höggum (65 69 71 69) og átti 3 högg á þann sem næstur kom Brandt Snedeker, sem virkilega er búinn að eiga frábært ár.
Þriðja sætinu deildu Sergio Garcia og Dustin Johnson á samtals 6 undir pari, hvor; Garcia (66 68 69 75) og Johnson (67 71 72 68).
Í 5. sæti á 5 undir pari voru síðan 3 kylfingar: Lee Westwood, Louis Oosthuizen og Kanadamaðurinn Graham DeLaet.
Pádraig Harrington sem gerði sig líklegan til stórræðna í upphafi mótsins, en hann var í forystu eftir 1. dag á 64 glæsihöggum lauk leik í gær á 68 höggum eftir fremur slappan millikafla (75 75) og deildi 19. sæti með 4 öðrum kylfingum.
Það var Rory sem hafði betur í viðureigninni McIlory/Woods en hann varð í 24. sæti meðan Tiger varð í 38. sæti en þar réði úrslitum arfaslakur leikur Tiger á lokahringnum upp á 76 högg meðan McIlroy spilaði á 72 höggum.
Til þess að sjá úrslitin á The Barclays SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá blaðamannafund með Nick Watney eftir sigur hans SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 4. dags á The Barclays SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 4. dags á The Barclays, sem sigurvegarinn Nick Watney átti SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024