Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2012 | 17:00

Evróputúrinn: Julien Quesne leiðir þegar Omega European Masters er hálfnað

Það er Frakkinn Julien Quesne,  sem leiðir þegar Omega European Masters er hálfnað.  Quesne  er á samtals 9 undir pari, 133 höggum (68 65).  Julien sigraði á fyrsta móti sínu á Evróputúrnum í ár á Open de Andalucia,  sem haldið var á Aloha golfvellinum.

Englendingurinn Danny Willet er í 2. sæti 1 höggi á eftir Quesne. Í 3. sæti er  síðan Skotinn Paul Lawrie á 7 undir pari, 135 höggum  (69 66).

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Omega European Masters SMELLIÐ HÉR: