Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2012 | 08:30

Viðtal við Rory McIlroy og Caroline Wozniacki – myndskeið

Rory McIlroy fór æfingahring í gær fyrir Deutsche Bank Championship, sem hefst í dag, föstudaginn 31. ágúst á TPC Boston golfvellinum.  Sú sem fylgdi honum allar 18 holurnar var hin danska Caroline Wozniacki, kærasta hans, sem er meðal efstu 10 á heimslista yfir bestu tenniskonur heims. Hún sagðist m.a.  í meðfylgjandi myndskeiði vel finna fyrir fótunum á sér eftir að hafa gengið holurnar 18.

Caroline tapaði nú fyrr í vikunni í fyrstu umferð  U.S. Open í tennis, sem fram fer í New York þessa dagana. Það var kærkomið því þá gat hún brugðið sér í stutta ferð til Massachusetts og fylgst með sínum heittelskaða, Rory McIlroy og hvatt hann áfram.  Rory sagði að það væri fínt að hafa hana á vellinum með sér.

Til þess að sjá viðtalið við þau Rory og Caroline SMELLIÐ HÉR: