Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2012 | 07:45

Nokkrir hafa fundið golfbolta í afmælisleik Hótel Sögu – enn margir golfboltar dreifðir á golfvöllum landsins!

Kylfingar hafa verið nokkuð lunknir við að finna golfbolta í afmælisleik Radison blu – Hótel Sögu.  En þrátt fyrir það er enn fjöldi Hótel Sögu bolta á golfvöllum landsins, sem enn eru ófundnir þannig að það er um að gera að hafa augun opin þegar færi gefst til golfleiks. Góðir glaðningar í boði Hótel Sögu eru í boði fyrir þann, sem finnur bolta í afmælisleiknum.

Svona þarf golfboltinn að vera merktur til þess að hægt sé að nálgast vinning á Hótel Sögu:

Svona merkingu verður Hótel Sögu boltinn að hafa til þess að hafa unnið til vinninga!

Meðal þeirra sem fundið hafa golfbolta frá Hótel Sögu eru Baldur Agnarsson, en hann hlaut í vinning gistingu á Hótel Sögu.  Eins fann Björn Árnason bolta og hlaut hann Brunch fyrir 2 á Hótel Sögu.

Nú er bara að vera heppin/n og fundsæl/l!!!