Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2012 | 19:00

PGA: Tiger Woods og Jeff Overton leiða á Deutsche Bank mótinu á 64 snemma á 1. degi

Í dag hófst Deutsche Bank mótið sem er annað mótið í FedEx Cup umspilinu. Þátttakendur á þessu stigi eru 98.  Nú snemma dags eru Tiger Woods og Jeff Overton efstir, en nokkrir eiga eftir að ljúka leik. Þar er einkum Ryan Moore sem gæti reynst toppmönnunum skeinuhættur. Hann er búinn að spila ótrúlegt golf á fyrri 9 er þegar kominn 6 undir en Tiger og Overton luku leik á samtals 7 undir pari, 64 höggum.

Tiger fékk 5 fugla í röð á fyrri 9 og síðan skolla á 9. holu og síðan 3 fugla á seinni 9 (þ.e. 11.; 13. og 18. braut).

Overton, hins vegar sneri þessu við var líkt og Tiger með 8 fugla og 1 skolla en fuglarnir komu flestir á seinni 9 eða 6 fuglar alls, frá 12.-16. holu og síðan á 18. holu.

Til þess að sjá stöðuna á Deutsche Bank mótinu SMELLIÐ HÉR: