Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 09:25

Birgir Leifur lék á 75 á 2. degi á Tsleevo – er fyrir neðan niðurskurðarlínu sem stendur

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefir lokið leik á 2. hring á M2M Russian Challenge Cup á Jack Nicklaus hannaða Tseleevo golfvellinum í dag.

Það gekk ekki nógu vel – Birgir Leifur var á 3 yfir pari, 75 höggum. Samtals er hann því á 4 yfir pari, samtals 148 höggum (73 75).

Niðurskurður er miðaður við 4 yfir pari og er Birgir Lefiur þegar þetta er skrifað (kl.9:25) fyrsti keppandi fyrir neðan niðurskurðarlínu og líklegra en ekki að hann komist því miður ekki í gegnum niðurskurð… nema þeir sem eigi eftir að ljúka keppni spili þeim mun verr. Litlar líkur eru á því – þar sem skor keppenda eru mjög lág.

Efstur sem stendur er Mark Tullo frá Chile, sem er á 8 undir pari og á 3 holur eftir óspilaðar.

Til þess að fylgjast með stöðunni á 2. degi M2M SMELLIÐ HÉR: