Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 13:25

PGA: Graeme McDowell fékk 2 högga víti fyrir að snerta lauf á BMW Championship

Graeme McDowell fékk tveggja högga víti á BMW Championship fyrir að snerta lauf í torfæru á lokaholu sinni, sem var sú 9. á Crooked Stick golfvellinum, í Carmel, en G-Mac byrjaði á 10. teig.

Þar með braut hann reglu 13-4c og fékk 2 högga víti.

G-Mac sagðist aldrei hafa lent í svona áður, en sagði jafnframt að kylfuberi hans hefði varað sig við greininni.  Hann túlkaði það svo að hann mætti ekki fjarlægja laufgreinina, en aldrei að hann mætti ekki snerta hana og fannst vítið býsna dýrkeypt.

Eftir vítið var Graeme á 68 höggum; 4 höggum á eftir forystumönnum 1. dags, þ.á.m. landa sínum Rory McIlory.

Nú er verið að spila 2. hring á BMW Championship og sem stendur þegar þetta er ritað (kl. 13:20) er G-Mac T-6, þ.e. deilir 6. sætinu með nokkrum öðrum.

Fylgjast má með stöðunni á 2. hring BMW Championship með því að SMELLA HÉR: