Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 11:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (13. grein af 34): Yu Yang Zhang

Yu Yang Zhang, frá Kína er sú síðasta af stúlkunum 4 sem urðu í 22. sæti á Q-school LET, sem kynnt verður. Hinar, Clare Queen frá Skotlandi, Chrisje de Vries frá Hollandi og Stephanie Na frá Hollandi, hafa þegar verið kynntar.

Yu Yang Zhang fæddist 23. júlí 1991 í Henan í Kína og er því 21 árs. Hún á því afmæli sama dag og Harris English, frábæri nýliðinn á PGA Tour. Zhang gerðist atvinnumaður í golfi 5. desember 2010. Meðal áhugamála hennar er að horfa á kvikmyndir og lesa góða bók.

Zhang er ekki há í loftinu, aðeins 1,58 metra á hæð. Hún byrjaði að spila golf 9 ára. Meðal fyrirmynda hennar eru Rory McIlroy og NY þ.e. Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu. Zhang er í Guangdong University of Foreign Studies og ætlar sér í Mastersnám. Hún talar kantónsku, mandarín kínversku og ensku mjög vel. Hún varði 2 mánuðum í the Gary Gilchrist Academy í Flórída, Bandaríkjunum, 2011. Þjálfarar henar eru Raymond Huang, Michael Dickie  og Shi Hu sem er í landsliði Kína.

Sjá má skemmtilegt viðtal við Yu Yang á LET með því að SMELLA HÉR: